Tag Archives: Vinna

2927.

2 Maí

Smiðirnir voru að taka upp nestið sitt í hádeginu. Steini prestsins tók upp eintómar samlokur og tautaði í barm sinn:

„Oj, bara – kæfa, oj, bara – ostur, oj, bara – síld“

Maggi vinur hans gat ekki orða bundist:

„Af hverju biður þú ekki konuna þína að hafa eitthvað betra álegg á brauðinu?“

„Konuns mína?“ sagði Steini. „Ég á enga konu. Ég tek nestið til sjálfur.“

Auglýsingar

2904.

10 Sep

Skrifstofustjóri nokkur kemur að einum undirmanna sinna, sem er greinilega að deyja úr stressi. Hann gefur honum því ráðleggingu: „Þegar ég byrjaði hérna, þá lét ég konuna mína dekra við mig þegar ég kom heim. Það var æðislegt og það losaði mig við allt stressið. Þú ættir að reyna þetta líka!“

Tveimur vikum síðar kemur skrifstofustjórinn aftur að undirmanninum, sem er allt annar maður, hlaðinn starfsorku, skrifborðið er allt miklu snyrtilegra og allt er í röð og reglu.

„Ég sé að þú hefur gert það sem ég ráðlagði þér.“ sagði skrifstofustjórinn.

„Ó, já, það gerði ég.“ svarar undirmaðurinn. „Þetta virkaði mjög vel. Og talandi um það, þá vissi ég ekki að þú ættir svona flotta íbúð.“

2874.

4 Ágú

Fjórir menn eru að metast um það hver eigi gáfaðasta hundinn.

Verkfræðingurinn segir að hundurinn hans, sem heitir Ferningur, kunni að teikna. Hann segir hundinum að ná í blað og blýant og biður hann um að teikna ferning, hring og þríhyrning, sem hundurinn gerir án nokkurra vandræða.

Endurskoðandinn heldur nú að hans hundur sé gáfaðri. Hundurinn hans heitir Stika. Hann biður hundinn um að ná í tólf smákökur, sem hann gerir. Þar næst biður hann hundinn um að skipta kökunum í þrjá jafna hluta, sem auðvitað er enginn vandi fyrir hundinn.

Efnafræðingnum fannst þetta mjög gott, en hundurinn hans er nú samt betri. Hann sagði hundinum sínum, sem heitir Mælir, að ná í einn mjólkurlítra og biður hann um að hella sjö millilítrum í tíu millilítra glas. Þetta gerir hundurinn alveg vandræðalaust.

Þeir verða sammála um að þessir þrír hundar séu allir jafn gáfaðir.

Nú snúa þeir sér allir að verkalýðsforingjanum og spyrja hvað hundurinn hans geti gert. Verkalýðsforinginn kallar á hundinn sinn, sem heitir Matarhlé, og segir: „Matarhlé, sýndu félögum okkar hvað þú getur gert.“

Hundurinn borðar kökurnar, drekkur mjólkina, skítur á blaðið, skammar hina hundana, kvartar yfir bakverkjum, kvartar yfir slæmum vinnuaðstæðum, sendir þessar kvartanir til vinnueftirlitsins og fer loks heim í veikindafrí.

2847.

10 Júl

„Mangi!“ kallaði ritstjórinn í nýja blaðamanninn. „Ertu búinn að kanna fréttaskotið um manninn sem gat sungið bæði bassa og tenór í einu?“

„Já, en þetta var ekkert merkilegt,“ svaraði Mangi blaðamaður. „Hann var sko með tvo hausa.“

2846.

10 Júl

Ég segi ekki að hann sé slæmur blaðamaður – ég held bara að ef hann hefði verið Móses, þá væru boðorðin sex.

2845.

10 Júl

Jú, víst er Viktor blaðamaður. Hann ber út bæði Moggann og DV.

2844.

10 Júl

Helga: „Starfsvettvangur mannsins míns er í rústum.“

Lauga: „Æ, það þykir mér leiðinlegt að heyra.“

Helga: „Nei, það er allt í lagi. Hann er nefnilega fornleifafræðingur.“