Tag Archives: Verslun

2933.

22 Maí

Íslenskur karlmaður giftist rússneskri konu. Þau bjuggu í Reykjavík, sambúð þeirra var góð, en á fyrstu dögunum lenti konan í nokkrum tungumálaerfiðleikum.

Dag einn fór hún út í búð til að kaupa kjúklingavængi. Hún reyndi að gera sig skiljanlega með því að gagga eins og kjúklingur og hreyfa hendurnar eins og vængi. Það tókst og afgreiðslumaðurinn lét hana fá kjúklingavængi.

Nokkrum dögum síðar fór konan aftur út í búð, nú til þess að kaupa kjúklingabringur. Hún reyndi að gera sig skiljanlega með því að gagga eins og kjúklingur. Svo hneppti hún peysunni frá sér og sýndi afgreiðslumanninum bringuna á sér. Það tókst og afgreiðslumaðurinn lét hana fá kjúklingabringur.

Í næsta sinn sem konan fór í búðina ætlaði hún að kaupa pylsur. Henni datt enginn látbragðsleikur í hug, þannig að hún tók manninn sinn með sér.

Og hvað heldurðu að hafi gerst næst?

Maðurinn hennar talaði íslensku!

Auglýsingar

2515.

4 Júl

Gunna: „Gæti ég fengið að máta þennan kjól þarna í glugganum?“

Afgreiðslukonan: „Því miður, þú verður að nota mátunarklefann eins og allir aðrir.“

2474.

3 Júl

Feit kona kemur askvaðandi inn í tískubúð og segir:

„Ég vildi gjarna sjá kjóla sem mundu passa á mig.“

„Já,“ sagði afgreiðslukonan, „það vildi ég líka.“

2339.

30 Jún

„Þessi kjóll er of síður, áttu engan styttri?“

„Reyndu uppi í beltadeildinni.“

2226.

28 Jún

„Ég ætla að fá að líta á minkapelsa.“

„Er það fyrir konuna þína, eða viltu sjá dýrari gerðimar?“

1445.

12 Jún

„Fyrir hvað tók lögreglan frænda þinn fastan?“

„Hann ákvað að hefja jólainnkaupin snemma.“

„Og er það saknæmt?“

„Ja, sko, hann byrjaði áður en búðin opnaði.“

1393.

11 Jún

Kona kom hlaupandi inn í járnvöruverslun og sagði:

„Ég þarf að fá músagildru. Viltu vera fljótur að afgreiða mig, ég þarf að ná strætó.“

„Þar fór í verra,“ sagði afgreiðslumaðurinn. „Ég er hræddur um að ég eigi þær ekki svo stórar.“