Tag Archives: Veitingahús

2932.

8 Maí

Væskilslegur gamall maður sat og borðaði inni á veitingastað þegar þrír leðurklæddir mótorhjólatöffarar ruddust inn á staðinn. Sá fyrsti gekk upp að gamla manninum, tók sígarettu úr munninum, drap í henni í kökusneið gamla mannsins og settist hjá honum við borðið.

Annar gekk að manninum, hrækti í mjólkurglas mannsins og settist hjá honum við borðið.

Sá þriðji gekk að manninum, henti matardisknum hans niður á gólfið og settist hjá honum við borðið.

Án þess segja nokkuð stóð maðurinn upp frá borðinu og gekk út af veitingastaðnum.

Skömmu síðar sögðu mótorhjólatöffararnir við þjónustustúlkuna: „Þetta var nú meiri auminginn.“

„Já,“ sagði þjónustustúlkan. „Svo er hann líka ömurlegur vörubílstjóri. Þegar hann fór áðan bakkaði hann vörubílnum yfir þrjú mótorhjól hérna fyrir utan.

Auglýsingar

2660.

7 Júl

„Ég hélt að þú værir grænmetisæta.“

„Það er ég líka.“

„En af hverju pantaðirðu þá nautasteik?“

„Til að prófa viljastyrk minn.“

2659.

7 Júl

Gesturinn: „Hvað er eiginlega að þessu borði? Það titrar og riðar til og frá.“

Þjónninn: „Gesturinn sem sat við það áðan hellti víni yfir það og það er ekki runnið af því ennþá.“

2658.

7 Júl

Þjónninn: „Hvað var það fyrir þig?“

Gesturinn: „Steik og bakaða kartöflu.“

Þjónninn: „Sjálfsagt Má bjóða þér eitthvað með því?“

Gesturinn: „Ja, ef það er eitthvað líkt matnum sem ég fékk hérna síðast væri ágætt að fá sög og sporjárn.“

2657.

7 Júl

„Maður getur étið hundódýrt á þessu veitingahúsi.“

„Já, en góði besti, mig langar ekkert í hund.“

2655.

7 Júl

„Þjónn! Konan mín féll fram á borðið og ég held að hún sé dáin!“

„Heyrðu, kokksi! Ég sagði þér að sveppimir vaeru eitthvað skrítnir.“

2654.

7 Júl

„Þjónn, við viljum fá kjúkling. Og passaðu nú vel að hann sé ungur og meyr.“

„Viltu kannski prófa linsoðin egg?“