Tag Archives: Veiði

2578.

5 Júl

„Þjónn! Hvað þarf ég eiginlega að bíða lengi eftir soðna laxinum sem ég pantaði?“

„Fyrirgefðu, herra, en við flýtum okkur eins og við getum við hann.“

„Ertu viss um að þið séuð með rétta beitu?“

Auglýsingar

2261.

29 Jún

Nonni og Biggi fara á safari í Afríku og kvöld eitt veðjar Nonni þúsundkalli við Bigga að hann verði á undan að skjóta ljón.

„Ég fer bara strax,“ segir Nonni og heldur út í frumskógarmyrkrið.

Klukkustund síðar stingur ljón hausnum inn í tjaldið hjá Bigga og segir: „Þekkirðu náunga sem heitir Nonni?“

Skjálfandi á beinunum svarar Biggi játandi.

„Jæja, hann skuldar þér þúsundkall.“

1578.

15 Jún

Tveir náungar eru að veiða á árabát. Annar mokar upp fiskinum eins hratt og hann getur beitt. Hinn er að verða vitlaus á því að veiða ekki neitt. Hann segir: „Ég hef stundað veiðar lengur en þú. Ég hef oft veitt mikið. Ég á betri græjur og kasta betur. En þú veiðir allan fiskinn. Hvernig ferðu að þessu?“

Hinn svarar: „Ég læt sjötta skilningarvitið ráða.“

Vinur hans spyr hvernig hann fari að því og hann heldur áfram: „Ef konan mín liggur á vinstri hliðinni þegar ég fer á fætur, þá veiði ég bakborðsmegin. Ef hún liggur á hægri hliðinni, veiði ég stjórnborðsmegin.“

Þá spyr hinn: „En hvað gerirðu ef hún liggur á bakinu?“

„Þá fer ég ekki á fætur.“

1518.

14 Jún

Jón er að lýsa veiðinni í norðlenskri laxveiðiá fyrir ferðamanni:

„Sjáðu, góði, hérna í ánni er svo mikið af fiski að þeir sem beita maðki, þeir verða sko að gjöra svo vel og fela sig á bak við stein á meðan þeir beita.“

1455.

13 Jún

„Vá, pabbi, mikið fékkstu fallegan fisk. Má ég fá hann í beitu?“

1386.

11 Jún

Til eru tvenns konar veiðimenn: Þeir sem veiða ánægjunnar vegna og þeir sem veiða eitthvað.

1321.

10 Jún

„Af hverju segjast konur hafa verið að versla þegar þær hafa svo ekkert keypt?“

„Af hverju segjast karlar hafa verið að veiða þegar þeir hafa ekkert veitt?“