Tag Archives: Veður

2418.

2 Júl

Það var svo heitt í veðri að kýrnar gáfu frá sér þurrmjólk.

Auglýsingar

2264.

29 Jún

„Ég var að frétta að stormurinn hefði feykt burtu húsinu þínu og að konan þín hefði verið í því. Þetta er alveg hræðilegt.“

„Æ, það er allt í lagi. Hún var búin að tala svo mikið um að sig langaði í ferðalag.“

1912.

22 Jún

Seinast þegar ég fór í tveggja vikna sumarfrí rigndi bara tvisvar: Í fyrra skiptið rigndi í sjö daga og í seinna skiptið í viku.

1874.

21 Jún

Veðrið var alveg ömurlegt allan tímann sem ég var á Spáni. Nei, ég varð ekki svona brúnn í sólinni, þetta er ryð vegna rigningarinnar.

1842.

20 Jún

Kennarinn: „Hannes! Hvernig stendur á því að þú getur aldrei gert nokkurn skapaðan hlut rétt? Hvað heldurðu að verði úr þér í framtíðinni ef allt sem þú gerir verður svona vitlaust og ónákvæmt?“

Hannes: „Ja, ég er að hugsa um að verða veðurfræðingur.“

1777.

19 Jún

Það er bara einn kostur við rigningu. Maður þarf ekki að moka henni.

1730.

18 Jún

„Er rigning úti?“

„Er einhvern tíma rigning inni?“