Tag Archives: Trúarbrögð

2921.

26 Apr

Fyrir nokkrum árum var klerkur einn sem jafnframt var formaður stjórnar sparisjóðsins í Hafnarfirði. Dag einn hélt presturinn fund í sparisjóðnum. Rekstrartölurnar sýndu neikvæða þróun og presturinn blótaði afkomunni í sand og ösku.

Einn fundarmanna sagði stillilega: „Ég er nú ekki vanur að heyra prest nota svona orðbragð…“

Presturinn svaraði að bragði: „Það er formaður sparisjóðsins sem bölvar, ekki klerkurinn.“

Annar fundarmanna sagði þá hratt: „Ef formaður sparisjóðsins fer til helvítis, hvað verður þá um klerkinn?“

Auglýsingar

2881.

11 Ágú

Dag einn gengur Guðmundur inn í kirkju og sest í skriftastólinn.

„Faðir,“ segir hann. „Ég hef syndgað fjörutíu og þrisvar sinnum í þessari viku.“

„Það er mjög slæmt.“ svarar presturinn. „Með hverri gerðist það?“

„Með konunni minni.“ svarar Guðmundur.

„En það er ekki synd.“ segir presturinn. „Það er nú bara eðlilegur hluti af hjónabandinu“

„Ég veit,“ svarar Guðmundur og brosir. „Ég varð bara að segja einhverjum frá þessu.“

2858.

18 Júl

Maður er að tala við Guð og spyr hann: „Guð, af hverju skapaðirðu konur svona fallegar?“

Guð: „Svo að þær séu aðlaðandi í augum ykkar karlmannanna.

Maðurinn: „En Guð, af hverju þurfa þær að vera svona heimskar?

Guð: „Svo að þið karlarnir séuð aðlaðandi í augum þeirra.“

2853.

13 Júl

Þórhallur prestur vaknar á sunnudagsmorgni og sólin skín. Hann ákveður að í dag ætli hann að segjast vera veikur og hann komist ekki til messu. Svo hann hringir í annan prest, tilkynnir veikindin, nær svo í golfsettið sitt og læðupokast upp á golfvöll í þeirri von að enginn sjái hann. Á vellinum er ekki nokkur maður svo ráðabrugg Þórhalls prests ætlar að ganga upp.

Uppi í Himnaríki snýr Lykla-Pétur sér að Guði og spyr: „Guð, ætlarðu að láta vígðan manninn komast upp með þetta?“

Guð horfir niður á Þórhall prest þar sem hann slær teighöggið. Kúlan flýgur 420 metra í fallegum boga, skoppar einu sinni á flötinni og rennur svo beina leið ofan í holuna! Kraftaverkahögg!

Lykla Pétur lýtur skilningsvana á Guð og spyr: „Hversvegna í ósköpunum léstu hann fara holu í höggi?“

Drottinn svarar: „Hverjum á hann að segja frá þessu?!“

2850.

10 Júl

Á föstudaginn langa var Jesús krossfestur uppi á Golgatahæð. Pétur, María og lærisveinarnir fylgdust með krossfestingunni neðar í hæðinni.

Skyndilega kallar Jesús: „Pétur, Pétur…“

Pétur hleypur upp hæðina og segir: „Já, herra minn, hvað vilt þú mér?“

En þegar hann kemur alveg upp að krossinum eru þar fyrir rómverskir hermenn sem höggva hægri hendina af Pétri og reka hann svo aftur niður af hæðinni.

Nokkru síðar kallar Jesús aftur: „Pétur, Pétur…“

Pétur kemur aftur hlaupandi upp hæðina og spyr: „Hvað var það, drottinn minn?“

„Pétur, Pétur…“ segir Jesús, „ég sé húsið þitt héðan!“

2849.

10 Júl

Súsanna litla var ekki besti nemandinn í kaþólska skólanum. Venjulega var hún sofandi í tímum.

Dag einn kallaði kennarinn – sem var nunna – á hana á meðan hún var í tíma.

„Súsanna. Hver skapaði heiminn?“

Þegar Súsanna sýndi engin viðbrögð ákvað Nonni skólafélagi hennar að bjarga henni. Hann tók blýant og stakk Súsönnu í rassinn með honum.

„Guð minn almáttugur!“ kallaði Súsanna.

„Mjög gott, Súsanna,“ sagði nunnan og hélt kennslunni áfram.

Skömmu síðar spurði nunnan aftur: „Súsanna, hver er drottinn frelsari okkar?“

En Súsanna svaraði ekki.

Nonni ákvað að bjarga henni og stakk blýantinum aftur í rassinn á henni.

„Jesús Kristur!“ kallaði Súsanna.

„Gott hjá þér, Súsanna,“ sagði nunnan og Súsanna sofnaði aftur.

Skömmu síðar spurði nunnan í þriðja sinn: „Súsanna, hvað sagði Eva við Adam þegar hún eignaðist tuttugasta og þriðja barnið?“

Nonni kom einu sinni enn til bjargar með blýantinum. En þá stökk Súsanna upp og kallaði:

„Ef þú stingur þessum fjandans hlut einu sinni enn í mig þá brýt ég hann í sundur!“

Þá leið yfir nunnuna.

2846.

10 Júl

Ég segi ekki að hann sé slæmur blaðamaður – ég held bara að ef hann hefði verið Móses, þá væru boðorðin sex.