Tag Archives: Svefn

2817.

10 Júl

„Læknir, ég á svo erfitt með að sofna á kvöldin.“

„Þú skalt bara leggjast fremst á rúmbríkina. Þá detturðu strax út af.“

Auglýsingar

2566.

5 Júl

Óskar var farinn að hafa miklar áhyggjur af því hvað hann fitnaði ört og einn daginn minntist hann á vanda sinn við Eggert kunningja sinn.

„Ég get mælt með mjög góðum lækni,“ sagði Eggert. „Ég á það honum Grími lækni að þakka hvað ég er grannur og spengilegur. Hann hefur fundið upp frábærar pillur sem ég tek alltaf.“

„Þetta hljómar stórkostlega,“ sagði Óskar. „Hvernig verka þær?“

„Áhrifin eru eiginlega sálræn. Ég tek tvær pillur áður en ég fer að sofa á kvöldin og mig dreymir ævinlega að ég sé staddur á Suðurhafseyju, umkringdur af stórum hópum hálfnakinna innfæddra stúlkna. Í draumnum elti ég þær fram og aftur um eyna og þegar ég vakna er eins og ég hafi hlaupið af mér dálítið af spiki. Þetta er ótrúlegt – og bráðskemmtilegt!“

Daginn eftir fór Óskar til Gríms læknis og bað hann að láta sig fá sömu pillurnar og Eggert hafði fengið. Læknirinn féllst á það og á fáum vikum grenntist Óskar til muna.

„Hvernig líkar þér meðferðin?“ spurði Grímur þegar Óskar kom til hans í skoðun.

„Hún er mjög árangursrík, en ég hef þó eina kvörtun.“

„Nú, hver er hún?“

„Pillurnar sem þú gafst Eggerti létu hann dreyma ljúfa drauma um fallegar stúlkur sem hann elti um alla eyna. En ég fæ alltaf sömu hræðilegu martröðina – að ég sé eltur um eyna af grimmum og svöngum mannætum. Af hverju getur mig ekki dreymt ánægjulega drauma eins og Eggert?“

„Af því,“ svaraði læknirinn, „að Eggert er einkasjúklingur – en tryggingarnar borga fyrir þig.“

2563.

5 Júl

Og svo var það ráðuneytisfulltrúinn sem fór til læknis og kvartaði yfir því að hann ætti erfitt með svefn.

„Nú, sefurðu illa á nóttunni?“ spurði læknirinn.

„Nei,“ sagði fulltrúinn. „Ég sef ágætlega á nóttunni, og oftast sef ég vært á morgnana líka, en ég á bágt með að festa blund síðdegis.“

2541.

4 Júl

Sandra kom seint heim af stefnumóti við vin sinn og skellti hurðum. Mamma hennar kom fram til að athuga hvað gengi eiginlega á.

„Fjandinn!“ hreytti Sandra út úr sér. „Hann Ingólfur er alveg ferlegur. Ég þurfti að slá hann utan undir hvað eftir annað í kvöld!“

„Hvað segirðu?“ sagði mamma hennar skelkuð. „Hvað gerði hann eiginlega?“

„Ekki nokkurn skapaðan hlut, það er málið,“ tautaði Sandra. „Ég þurfti að berja hann til að vekja hann.“

2526.

4 Júl

„Halló, læknir, ég get ekki sofið. Geturðu gert eitthvað fyrir mig?“

„Leggstu útaf með tólið við eyrað. Ég skal syngja vögguvísu.“

2437.

2 Júl

Þegar ég kvartaði við lækni yfir svefnleysi sendi hann mig heim til að sofa það úr mér.

2391.

1 Júl

Læknirinn: „Hrýturðu á nóttunni?“

Sjúklingurinn: „Bara þegar ég sef.“