Tag Archives: Söngur

2847.

10 Júl

„Mangi!“ kallaði ritstjórinn í nýja blaðamanninn. „Ertu búinn að kanna fréttaskotið um manninn sem gat sungið bæði bassa og tenór í einu?“

„Já, en þetta var ekkert merkilegt,“ svaraði Mangi blaðamaður. „Hann var sko með tvo hausa.“

Auglýsingar

2543.

4 Júl

Stelpurnar á skrifstofunni voru að spjalla saman í kaffitímanum og eins og venjulega barst talið að karlmönnunum.

„Ég mundi ekki hafa neitt saman við Árna Páls að sælda í þínum sporum,“ sagði ein þeirra við aðra.

„Nú, því ekki?“ spurði hún. „Hann virðist svo skemmtilegur og hress.“

„Já, en hann er með klámsöngva á heilanum.“

„Því segirðu það? Ekki syngur hann þá hérna á skrifstofunni?“ spurði vinkona hennar. „Aldrei hef ég heyrt það?“

„Nei, hann syngur kannski ekki. En hann blístrar þá.“

2199.

27 Jún

„Finnst þér ekki að ég syngi af tilfinningu?“

„Nei. Ef þú hefðir tilfinningu mundirðu ekki syngja.“

2198.

27 Jún

„Af hverju syngurðu í baði?“

„Það er ekki hægt að læsa.“

2152.

27 Jún

„Ég syng alltaf þegar ég er í baði.“

„Nú, þú ert þá líklega ekki í góðri æfingu?“

2122.

26 Jún

„Ég er að fara burt til að læra söng.“

„Gott, hvað ferðu langt í burtu?“

2092.

25 Jún

„Geturðu heyrt hana syngja?“

„Nei, auðvitað ekki. Þetta eru betri sætin.“