Tag Archives: Skóli

2849.

10 Júl

Súsanna litla var ekki besti nemandinn í kaþólska skólanum. Venjulega var hún sofandi í tímum.

Dag einn kallaði kennarinn – sem var nunna – á hana á meðan hún var í tíma.

„Súsanna. Hver skapaði heiminn?“

Þegar Súsanna sýndi engin viðbrögð ákvað Nonni skólafélagi hennar að bjarga henni. Hann tók blýant og stakk Súsönnu í rassinn með honum.

„Guð minn almáttugur!“ kallaði Súsanna.

„Mjög gott, Súsanna,“ sagði nunnan og hélt kennslunni áfram.

Skömmu síðar spurði nunnan aftur: „Súsanna, hver er drottinn frelsari okkar?“

En Súsanna svaraði ekki.

Nonni ákvað að bjarga henni og stakk blýantinum aftur í rassinn á henni.

„Jesús Kristur!“ kallaði Súsanna.

„Gott hjá þér, Súsanna,“ sagði nunnan og Súsanna sofnaði aftur.

Skömmu síðar spurði nunnan í þriðja sinn: „Súsanna, hvað sagði Eva við Adam þegar hún eignaðist tuttugasta og þriðja barnið?“

Nonni kom einu sinni enn til bjargar með blýantinum. En þá stökk Súsanna upp og kallaði:

„Ef þú stingur þessum fjandans hlut einu sinni enn í mig þá brýt ég hann í sundur!“

Þá leið yfir nunnuna.

Auglýsingar

2676.

7 Júl

Vala var að ljúka við bænirnar sínar: „Og góði Guð, blessaðu mömmu og pabba og láttu Rotterdam vera höfuðborg Hollands.“

„Af hverju segirðu þetta?“ spurði mamma hennar undrandi.

„Af því að ég skrifaði það á prófblaðið mitt í dag.“

2663.

7 Júl

Ein menntaskólastelpa við aðra: „Nýi stærðfræðikennarinn er æðislegur. Hefurðu séð hvað hann klæðir sig vel?“

Hin stelpan: „Já, og hvað hann er fljótur að því!“

2613.

6 Júl

Háskólaprófessorinn var að halda fyrirlestur um kynlífið og hóf mál sitt á orðunum: „Þekktar eru fimmtíu mögulegar aðferðir við að hafa kynmök

„Áttatíu og tvær,“ heyrðist þá sagt í rökkrinu aftast í salnum.

Prófessorinn var vanur truflunum og frammíköllum og lét þetta ekki fipa sig, heldur hóf mál sitt að nýju. „Þekktar eru fimmtíu mögulegar…“

„Áttatíu og tvær!“

„Þögn!“ kallaði prófessorinn þá. „Ég er að reyna að halda mikilvægan fyrirlestur.“ Svo byrjaði hann enn einu sinni: „Þekktar eru fimmtíu mögulegar aðferðir…“

Röddin aftast í salnum: „Áttatíu og þrjár!“

2523.

4 Júl

Frænka: „Og hvernig líkar þér að ganga í skóla, Tóti litli?“

Tóti: „Mér finnst ágætt að ganga í skólann og mér finnst ágætt að ganga heim. Það er það sem kemur þar á milli sem mér líkar ekki.“

2482.

3 Júl

Gummi: „Kennarinn skammaði mig af því að ég vissi ekki hvar pýramídarnir eru.“

Mamma: „Já, Gummi, ég er alltaf að segja þér að muna hvar þú leggur hlutina frá þér.“

2481.

3 Júl

„Á fætur!“ kallaði móðir Kristins. „Annars verður þú of seinn í skólann.“

„En ég vil ekki fara,“ maldaði Kristinn í móinn. „Krakkarnir eru allir viðbjóðslegir, kennararnir eru vondir við mig, og allt er svo leiðinlegt. Ég vil vera heima.“

„Já, en Kristinn minn,“ sagði móðirin, „þú verður að mæta. Þú ert skólastjórinn.“