Tag Archives: Skilnaður

2778.

9 Júl

Jóna: „Veistu það, Tóta, stundum dettur mér í hug að maðurinn minn sé orðinn leiður á mér.“

Tóta: „Nú, af hverju heldurðu það?“

Jóna: „Hann hefur ekki komið heim í sjö ár.“

Auglýsingar

2776.

9 Júl

Óli: „Ég skildi við fyrri konuna mína af því að hún var svo skapmikil.“

Óskar: „Nú, og hvernig kemur þér þá saman við nýju konuna?“

Óli: „Jafn vel.“

Óskar: „Jafnvel hvað?“

Óli: „Jafnvel verr en þá fyrri.“

2766.

9 Júl

„Ég hef verið óheppinn með báðar konurnar mínar.“

„Nú, hvernig þá?“

„Sú fyrri stakk af með öðrum manni.“

„En sú seinni?“

„Hún gerði það ekki.“

2750.

8 Júl

„Ég var að frétta að konan þín hefði farið frá þér: Viltu að ég komi og hjálpi þér að drekkja sorgum þínum?“

„Nei, það er ekki hægt núna.“

„Nú, af hverju ekki? Áttu ekkert brennivín?“

„Jú – en engar sorgir.“

2745.

8 Júl

„Ertu gift?“

„Nei, ég er hamingjusamlega skilin.“

2710.

8 Júl

„Af hverju ertu svona niðurdreginn?“

„Konan mín tók allt sem ég átti og yfirgaf mig.“

„Heppinn ertu. Mín fór hvergi.“

2080.

25 Jún

„Halló! Er þetta á lögreglustöðinni?“

„Já.“

„Hafa einhverjir brjálæðingar sloppið lausir hér í grenndinni nýlega?“

„Nei, ekki svo að við vitum, herra.“

„Nú?“

„Hvers vegna spyrðu?“

„Konan mín er hlaupin burt með einhverjum náunga.“