Tag Archives: Sjúklingur

2876.

6 Ágú

Sjúklingur: Læknir, ég vil verða 120 ára. Hvað á ég að gera til að lifa svo lengi?

Læknir: Það er auðvelt. Komdu ekki nálægt áfengi, konum, sígarettum, ruslfæði og fjárhættuspilum.

Sjúklingur: Verð ég þá 120 ára?

Læknir: Kannski ekki, en ævin virðist allavegana vera mjög lengi að líða.

Auglýsingar

2836.

10 Júl

Læknirinn: „Það sannast alltaf betur og betur, gamli minn, að menn geta ekki lifað án þess að anda að sér fersku lofti reglulega. Þú verður að breyta um lífshætti. Ef ég sæti alltaf kyrr í stólnum mínum eins og þú mundi ég ekki endast lengi. Þú verður að hreyfa þig, stunda útiveru og anda að þér fersku lofti. Ég ráðlegg þér að fara í langar gönguferðir

Sjúklingurinn: „En læknir…“

Læknirinn: „Já, svona, það þýðir ekkert að malda í móinn, ég hef rétt fyrir mér. Þú skalt fara að ráðum mínum. Fara í langar gönguferðir á hverjum degi, oft á dag .“

Sjúklingurinn: „Ég geng, læknir…“

Læknirinn: „Já, já, auðvitað gengurðu, en þú skalt ganga tíu sinnum meira á dag en þú gerir núna. Það læknar þig.“

Sjúklingurinn: „En atvinna mín…“

Læknirinn: „Já, já, atvinna þín leyfir ekki gönguferðir. Ég hef heyrt þessa afsökun áður. Skiptu um vinnu, maður minn, skiptu um vinnu. Hvaða atvinnu stundar þú annars?“

Sjúklingurinn: „Ég er bréfberi.“

Læknirinn: „Heyrðu, góði, má ég aðeins líta á tunguna í þér aftur?“

2835.

10 Júl

Fyrsti læknir: „Er það rétt að uppskurðurinn á Jónasi hefði ekki mátt dragast öllu lengur?“

Annar læknir: „Já, það er rétt. Ef við hefðum beðið í sólarhring hefði honum verið farið að batna.“

2834.

10 Júl

Andrea: „Læknirinn segir að það megi kenna brennivíninu um öll þín veikindi. Hann segir að þú megir ekki bragða einn einasta dropa.“

Indriði: „Hvað ,ertu að segja! Ekki datt mér í hug að þetta væri svona alvarlegt. Ég hélt að ég þyrfti bara í uppskurð.“

2833.

10 Júl

„Ég keypti flösku af þessu nýja kraftaverkameðali handa pabba gamla.“

„Og batnaði honum?“

„Já, þangað til hann las það sem stóð á umbúðunum. Þar uppgötvaði hann tvo nýja sjúkdóma.“

2831.

10 Júl

Sigfús: „Læknir, ég veit ekkert hvað er að mér. Þetta gerðist allt í einu núna í morgun, þegar ég var að klæða mig. Ég get ekki rétt úr bakinu og ég get ekki lyft höfðinu. Mér finnst ég vera allur samankýttur!“

Læknirinn: „Finnurðu til einhvers staðar?“

Sigfús: „Nei, ég finn ekkert til. Þetta hlýtur að vera einhvers konar lömun.“

Læknirinn: „Svona, leyfðu mér að líta á þig. Jæja, ég held að það væri til mikilla bóta ef þú hnepptir frá þér, svo að buxnatalan væri ekki lengur föst í þriðja hnappagatinu á skyrtunni þinni.“

2830.

10 Júl

Læknirinn: „Ef ég teldi að uppskurður væri nauðsynlegur, mundirðu þá geta greitt kostnaðinn?“

Sighvatur: „Ef ég gæti ekki greitt kostnaðinn, mundirðu þá segja að uppskurður væri nauðsynlegur?“