Tag Archives: Sjór

2661.

7 Júl

Tvö ungmenni sátu hlið við hlið á ströndinni og horfðu út yfir hafið. „Veistu eitt, Árni,“ sagði stúlkan, „þú minnir mig alltaf á sjóinn.“

„Er það?“ sagði ungi maðurinn. „Áttu við að ég sé sterkur, óhaminn og rómantískur?“

„Nei. Ég á við að mér verður óglatt af þér.“

Auglýsingar

2542.

4 Júl

Stjáni átti að halda ræðu á fundi hjá Lionsklúbbnum sínum og var í mestu vandræðum með efnisvalið. Að lokum ákvað hann að tala um kynlíf, og ræðan gerði stormandi lukku.

Þegar hann kom heim spurði konan hans, hún Ella, hvernig hefði gengið. Hann sagði að ræðunni hefði verið geysilega vel tekið.

„En um hvað talaðirðu?“ spurði Ella.

Stjáni hugsaði sig um andartak og sagðist svo hafa talað um siglingar.

Viku seinna hitti Ella einn af klúbbfélögum Stjána í boði og þau tóku tal saman.

„Það var alveg frábær ræða, sem hann Stjáni hélt í klúbbnum á dögunum,“ sagði vinurinn.

„Já, mér skilst það,“ sagði Ella. „En mér finnst það skrítið. Hann hefur bara prófað þetta tvisvar. Í fyrra skiptið fauk húfan af honum og í hitt skiptið varð hann sjóveikur.“

2132.

26 Jún

Tveir litlir strákar voru að sjá sjóinn í fyrsta skipti. Þeir stóðu á ströndinni og horfðu út yfir endalaust hafið, og að lokum sagði annar þeirra: „Mikið svakalega er sjórinn stór!“

„Jahá!“ sagði hinn. „Og þetta er bara efsti parturinn!“

1737.

18 Jún

„Þú varst sá eini sem bjargaðist úr áhöfn skipsins. Hvernig stóð á því?“

„Ég var skilinn eftir í síðustu höfn.“

1688.

17 Jún

Skipbrotsmanninn hafði rekið um höfin á fleka vikum saman, þegar hann kom loksins auga á land í fjarska. Hann fór strax að reyna að róa sem óður væri og þegar hann þokaðist nær sá hann hóp manna á ströndinni. Þegar hann nálgaðist enn sá hann að mennirnir voru að reisa gálga.

„Guði sé lof!“ stundi skipbrotsmaðurinn. „Ég er kominn aftur í siðmenninguna!“

1635.

16 Jún

Stórvaxin og fyrirferðarmikil kona kom inn á ferðaskrifstofu með undirgefinn eiginmann sinn í eftirdragi. „Við ætlum að bóka tvö sæti í skemmtisiglingu um Karíbahafið,“ sagði hún.

„Sjálfsagt frú,“ sagði sölumaðurinn. „Hafið þið einhverjar sérstakar óskir?“

„Já,“ tautaði eiginmaðurinn. „Bókið okkur hvort á sitt skipið.“

1577.

15 Jún

Tveir sjómenn sem urðu skipreika hröktust um hafið um tíma á lélegum fleka, en að lokum tókst þeim að komast að stórum borgarísjaka og klöngrast upp á hann. „Heldurðu að við þurfum að húka hérna lengi?“ spurði annar.

„Nei, áreiðanlega ekki,“ svaraði hinn. „Sjáðu bara, þarna kemur skip sem heitir Titanic.“