Tag Archives: Sími

2916.

22 Sep

Maður hringir heim til sín.

Þjónninn hans svarar í símann.

„Má ég tala við konuna mína?“ spyr maðurinn.

Þjónninn svarar: „Nei, hún er uppi í svefnherbergi með kærastanum sínum.“

„Farðu þá inn á skrifstofuna mína, náðu í byssuna og skjóttu þau bæði.“ Segir maðurinn reiður.

Þjónninn þorir ekki annað en að hlýða. Fimm mínútum síðar kemur hann aftur í símann og segir: „Jæja, hvað á ég svo að gera við líkin?“

Maðurinn svarar: „Hentu þeim út í sundlaugina. Ég skal sjá um þau þegar ég kem heim.“

„En herra minn,“ segir Þjónninn, „við eigum ekki sundlaug.“

„Er þetta ekki örugglega í síma 555 6565?“ Spyr maðurinn.

Auglýsingar

2857.

17 Júl

Velkomin á sálfræðilínuna.

Ef þú ert haldinn þráhyggju, ýttu þá strax á 1.

Ef þú ert ósjálfbjarga, biddu þá einhvern um að ýta á 2 fyrir þig.

Ef þú hefur klofinn persónuleika, ýttu þá á 3,4,5 og 6.

Ef þú ert með ímyndunarveiki, þá vitum við hver þú ert og hvað þú vilt. Bíddu á línunni svo að við getum rakið símtalið.

Ef þú ert geðklofi, hlustaðu þá vel. Lítil rödd segir þér á hvaða takka þú átt að ýta.

Ef þér finnst þú vera ósýnilegur, þá skiptir ekki máli á hvað þú ýtir, vegna þess að enginn svarar.

2851.

11 Júl

Tveir fornleifafræðingar, annar frá Kópavogi, hinn frá Hafnarfirði, voru að metast um hvort bæjarfélagið hefði verið komið lengra áleiðis í tækniþróun fyrir 400 árum.

Kópavogsbúinn sagði: „Í Kópavogi grófum við 50 metra djúpa holu og fundum þá símasnúru. Það segir okkur að Kópavogsbúar hafa verið byrjaðir að nota síma fyrir 400 árum.

„Þetta er nú ekkert,“ sagði Hafnfirðingurinn. „Við grófum líka 50 metra djúpa holu í Hafnarfirði, en við fundum enga símasnúru. Það segir okkur að fyrir 400 árum hafa Hafnfirðingar verið byrjaðir að nota þráðlausa síma!“

2645.

6 Júl

Ragnar: „Ég frétti að nýi ritarinn þinn væri æðislega flott skvísa en ekki að sama skapi klár í kollinum. Er það rétt?“

Einar: „Ja, hún var í allan dag að reyna að hringja í virðisaukanúmer.“

2530.

4 Júl

„Litlu stelpuna þína langar til að senda þér koss í gegnum símann.“

„Taktu við honum, Stína, ég tek svo við honum frá þér seinna.“

2529.

4 Júl

Ritarinn heyrði fótatak og flýtti sér að leggja tólið á símann, um leið og forstjórinn kom inn í skrifstofuna.

„Hvað á ég oft að þurfa að segja þér,“ þrumaði hann, „að þú eigir ekki að nota skrifstofusímann í einkasímtöl.“

„En ég var alls ekki að því,“ mótmælti ritarinn. „Ég var að tala við viðskiptavin.“

„Nú, já?“ sagði forstjórinn. „Þú vilt þá kannski segja mér hver af viðskiptavinum þessa fyrirtækis gengur undir nafninu „elsku krúsidúllan mín“?“

2322.

30 Jún

Gamall? Hann er kominn á þann aldur að öll símanúmerin í litlu svörtu bókinni hans eru hjá læknum.