Tag Archives: Reykingar

2371.

1 Júl

Það er barið að dyrum á bæ í Grímsnesinu. Bóndinn fer til dyra og fyrir utan stendur strákur úr Reykjavík:

„Heyrðu manni, reykja beljurnar þínar?“

„Nei, ertu frá þér?“

„Nú, þá er víst kviknað í fjósinu þínu.“

Auglýsingar

2313.

30 Jún

Hann er þannig manngerð að hann mundi ekki gefa þér eld þótt það væri kviknað í buxunum hans.

2215.

28 Jún

„Í skálinni þarna á arinhillunni er aska bróður míns.“

„Hvað segirðu! Ég vissi ekki að hann væri dáinn.“

„Það er hann heldur ekki. Hann nennti bara ekki að teygja sig í öskubakkann.“

2197.

27 Jún

McCloud reykti aldrei sígarettu með hanska á höndunum. Hann þoldi nefnilega ekki lyktina af brenndu leðri.

2136.

26 Jún

Kengúrumamma stökk skyndilega hátt í loft upp og gaf frá sér sársaukaóp. „Siddi!“ æpti hún svo. „Hve oft á ég að þurfa að banna þér að reykja í rúminu?“

2022.

24 Jún

Nefið á honum var svo stórt að hann gat reykt vindil í sturtunni.

1890.

21 Jún

„Af hverju vefurðu sígaretturnar þínar sjálfur?“

„Læknirinn minn sagði að ég þyrfti á hreyfingu að halda.“