Tag Archives: Orðaleikir

2531.

4 Júl

Yngvi: „Ég frétti að þú værir farinn að vinna hjá fyrirtæki sem selur lyftur. Hvernig gengur?“

Andri: „Æ, svona upp og ofan.“

Auglýsingar

2394.

1 Júl

„Hverrar þjóðar er hann Tom?“

„Hann er hálfur Skoti og hálfur sódavatn.“

1995.

23 Jún

Adda: „Ég féll í gærkvöldi og vissi ekki af mér í átta klukkutíma.“

Bidda: „Almáttugur! Hvernig gerðist þetta?“

Adda: „Ég féll í svefn.“

1595.

15 Jún

Barnið okkar gleypti nælu, en það var allt í lagi. Þetta var öryggisnæla.

1417.

12 Jún

Hann henti klukkunni sinni út um gluggann svo að hann gæti séð tímann fljúga.

1376.

11 Jún

„Hvað sagði reiknivélin við bókarann?“

„Þér er óhætt að reikna með mér!

1272.

9 Jún

Sigríður: „Þarna sló þessi háværa standklukka hjá nágrönnunum einu sinni enn. Þetta er að gera mig vitlausa. Ef ég tæki nú stóra sleggiu og bryti klukkuna í mask, heldurðu að þá væri hægt að kæra mig fyrir að drepa tímann?“

Lögfræðingurinn: „Nei, alls ekki. Það væri greinilega sjálfsvörn. Klukkan sló fyrst.“