Tag Archives: Nunna

2893.

28 Ágú

Maður er að keyra eftir þjóðveginum og sér þá skilti sem á stendur „SYSTUR MISKUNNAR – VÆNDISHÚS – 10 KÍLÓMETRAR“.

Þessu skilti veitir maðurinn enga athygli og keyrir bara framhjá því. Eftir stutta stund sér hann annað skilti sem á stendur „SYSTUR MISKUNNAR – VÆNDISHÚS – 5 KÍLÓMETRAR“ og núna hlýtur þetta að vera búið.

En eftir stutta stund sér maðurinn skilti sem á stendur „SYSTUR MISKUNNAR – VÆNDISHÚS – NÆSTA BEYGJA TIL HÆGRI.“

Núna er forvitnin alveg að drepa vin okkar, þannig að hann ákveður að beygja til hægri.

Á lóðinni sem hann kemur inn á er steinhús með litlu skilti sem á stendur „SYSTUR MISKUNNAR“. Hann labbar upp tröppur á húsinu og hringir bjöllunni. Til dyra kemur nunna og hún spyr:

„Hvað getum við gert fyrir þig, góði minn?“

Hann svarar: „Ég sá auglýsingar frá ykkur á þjóðveginum og mig langar að forvitnast um þetta hús.“

„Allt í lagi,“ svarar nunnan. „Komdu með mér.“

Nunnan leiðir hann í gegnum ganga og rangala í húsinu þangað til maðurinn er orðinn alveg áttavilltur. Nú stoppa þau við lokaðar dyr þar sem nunnan biður manninn að banka á dyrnar. Það gerir hann og fyrir innan dyrnar er önnur nunna sem heldur á málmkönnu og segir við hann:

„Settu fimmþúsundkall í þessa könnu og farðu svo heim að stóru tréhurðinni þarna við endann á ganginum.“

Maðurinn tekur upp fimmþúsundkrónaseðil, setur hann í könnuna og heldur svo áfram heim að tréhurðinni. Hann opnar tréhurðina og gengur inn um dyrnar, en sér þá að hann er kominn aftur út á bílastæðin. Þar sér hann skilti sem á stendur: „FARÐU Í FRIÐI. ÞÚ HEFUR VERIÐ SVIKINN AF SYSTRUM MISKUNNAR.“

1575.

15 Jún

Hvað er svart – hvítt – svart – hvítt – svart – hvítt – BOMM!

Nunna að detta niður stiga.

607.

27 Maí

Systir Margrét, sem er nunna, fer til himna og fregnar að þar sé biðröð.

Lykla-Pétur segir við hana: „Skrepptu nú niður á jörðina aftur og taktu það rólega í nokkrar vikur. En hafðu samband við mig vikulega.“

Viku síðar hringir hún og segir: „Lykla-Pétur, þetta er systir Margrét. Það er allt með kyrrum kjörum, fyrir utan að ég reykti eina sígarettu.“

„Það gerir nú ekkert til. Hringdu eftir viku.“

Næst hringir hún og segir: „Pétur, þetta er Margrét ég fékk mér nokkur glös í gærkvöldi, ég vona að það sé í lagi.“

Lykla-Pétur svarar: „Ég býst við að við fyrirgefum það. En þú ættir að komast inn eftir um það bil viku.“

Viku síðar hringir hún: „Pési minn, þetta er Magga. Við skulum bara gleyma þessu.“