Tag Archives: Móðgun

2924.

29 Apr

Tveir menn voru að rífast um þekkingu tiltekins sagnfræðings.

„Það fer ekkert á milli mála,“ sagði annar þeirra, „að fáir hafa kafað jafn djúpt í brunn þekkingar og visku.“

Hinn svaraði: „Og komið jafn þurrir upp!“

Auglýsingar

2491.

3 Júl

„Ég vildi að ég hefði verið uppi á hinum myrku miðöldum.“

„Það vildi ég líka. Þú lítur ömurlega út í þessari birtu.“

2393.

1 Júl

„Ég var áður með sirkus.“

„Í hvaða búri?“

2349.

30 Jún

„Það er best að ég fari núna. Vertu ekkert að hafa fyrir því að fylgja mér til dyra.“

„Það er engin fyrirhöfn. Það er ánægja!“

2348.

30 Jún

„Þegar ég var sjö ára fór pabbi með mig í dýragarðinn.“

„Og vildu þeir taka við þér?“

2316.

30 Jún

„Finnst þér ég vera fífl?“

„Nei, en hvers virði er mín skoðun gegn skoðun þúsunda annarra?“

2315.

30 Jún

Veistu hver munurinn er á ástmey og Matador? Ekki það? Haltu þá bara áfram að spila Matador.