Tag Archives: Minni

2810.

10 Júl

„Læknir, ég er farinn að tapa minni.“

„Æ, góði, gleymdu því bara.“

Auglýsingar

2521.

4 Júl

„Konan mín hefur slæmt minni.“

„Jæja? Er hún mjög gleymin?“

„Nei, hún gleymir engu.“

2172.

27 Jún

Hún drekkur bara til þess að gleyma því að hún drekkur.

1861.

21 Jún

Ég gleymi aldrei andliti, en ég skal gera undantekningu í þínu tilviki.

1664.

17 Jún

Ráðlegging handa læknum: Ef sjúklingurinn þjáist af minnisleysi er best að láta hann borga fyrirfram.

1612.

16 Jún

„Af hverju er hnútur á vasaklútnum þínum?“

„Konan mín hnýtti hann til að minna mig á að póstleggja bréf fyrir sig.“

„Og gerðirðu það?“

„Nei, hún gleymdi að láta mig hafa bréfið.“

1552.

15 Jún

„Ég veit ekki um neinn sem hefur eins slæmt minni og konan mín.“

„Gleymir hún öllu?“

„Nei, hún man eftir öllu.“