Tag Archives: Lyf

2935

12 Apr

Eldri kona fór til læknis og kvartaði undan hnignandi kyngetu eigimanns síns.

„Hvað með að prófa Viagra?“ spurði læknirinn?

„Hann myndi aldrei taka í mál að gleypa svoleiðis pillur“, sagði konan.

„Nú, þá laumarðu bara einni pillu í kaffið hans, hann tekur ekkert eftir því og gleypir pilluna án þess að vita af því. Og sannaðu til, árangurinn mun ekki láta á sér standa.“

Læknirinn sagði henni að hafa samband við sig eftir viku til að segja hvernig til hefði tekist og það gerði konan.

„Jæja, hvernig gekk?“ spurði læknirinn.

„Alveg hræðilega!“ sagði konan.

„Nú, hvað gerðist?“

„Eins og þú ráðlagðir mér þá setti ég pillu í kaffið hans og áhrifin voru mjög skyndileg. Hann rauk á fætur, reif mig úr fötunum, fleygði mér upp á borðið og tók mig.“

„Jæja“, sagði læknirinn, „ég heyri ekki betur en þetta hafi bara virkað alveg prýðilega. Hvað var þá svona hræðilegt?“

Þá svaraði konan:
Ég get get aldrei látið sjá mig á uppáhaldskaffihúsinu mínu aftur!“

Auglýsingar

2833.

10 Júl

„Ég keypti flösku af þessu nýja kraftaverkameðali handa pabba gamla.“

„Og batnaði honum?“

„Já, þangað til hann las það sem stóð á umbúðunum. Þar uppgötvaði hann tvo nýja sjúkdóma.“

2814.

10 Júl

Læknirinn: „Maðurinn þinn verður að hvíla sig og njóta eins mikils næðis og kyrrðar og unnt er. Ég ætla að láta þig fá svefntöflur.“

Halldóra: „Gott, en hvenær á hann að taka þær?“

Læknirinn: „Þær eru ekki handa honum.“

2811.

10 Júl

Læknisfrúin: „Af hverju ertu svona hugsi, elskan mín?“

Læknirinn: „Ég held að ég sé loksins búinn að lækna hann Eyþór gamla.“

Læknisfrúin: „En er þá ekki allt í lagi?“

Læknirinn: „Jú, en ég gaf honum svo margar tegundir af pillum og mixtúrum að ég hef ekki hugmynd um hver þeirra það var sem kom að gagni.“

2805.

10 Júl

Læknirinn: „Nú skaltu taka þessar tvær tegundir af pillum.“

Sjúklingurinn: „Til hvers eru þær?“

Læknirinn: „Bleiku pillurnar eru til þess að þú sofnir á kvöldin og svo skaltu taka grænu pillurnar ef þú vaknar ekki.“

2804.

10 Júl

Sjúklingurinn: „Já, ég veit að þú lést mig fá töflur í síðustu viku, en ég er enn veikur, því að ég á svo erfitt með að fylgja leiðbeiningunum á töfluglasinu.“

Læknirinn: „Nú, hvernig stendur á því?“

Sjúklingurinn: „Ja, það stendur „ein tafla þrisvar á dag“, og ég tók eina og hélt að hún dytti einhvers staðar út svo að ég gæti tekið hana tvisvar í viðbót sama daginn – en ég er enn að bíða eftir henni!

2785.

9 Júl

„Tekurðu hóstamixtúruna þína reglulega?“

„Nei, læknir, ég smakkaði á henni og ákvað að halda bara áfram að hósta.“