Tag Archives: Lögregla

2901.

7 Sep

Maður kemur út af barnum og keyrir í burtu. Skömmu síðar er hann stoppaður af löggunni.

Lögreglumaður: „Góða kvöldið. Við erum að kanna hvort að fólk sé að aka undir áhrifum áfengis. Blástu nú í þetta tæki.“

Maðurinn: „Ég get það ekki. Ég er með asma. Ef að ég blæs í tækið, þá kafna ég.“

Lögreglumaður: „Jæja, þá tökum við blóðsýni úr þér.“

Maður: „Það er ekki hægt heldur. Ég þjáist af blóðleysi og ef þú stingur nál í mig, þá blæðir mér til dauða.“

Lögreglumaður: „Komdu þá út úr bílnum og labbaðu hérna eftir hvítu línunni.“

Maður: „Ég get það ekki heldur.“

Lögreglumaður: „Af hverju ekki?“

Maður: „Ég allt of fullur til þess.“

Auglýsingar

2501.

4 Júl

„Af hverju ókstu svona hratt?“ spurði lögregluþjónninn ökumanninn.

„Ja, sko, bremsumar eru bilaðar og ég var að flýta mér á verkstæði áður en ég lenti í slysi.“

2457.

3 Júl

Lögregluþjónn stöðvaði ökumann nokkurn sem ók í öfuga átt um einstefnuakstursgötu og sagði við hann:

„Veistu ekki að þetta er einstefnuakstursgata, kunningi?“

„Jú, það veit ég,“ sagði bílstjórinn. „Ég er líka bara að fara í eina átt.“

2455.

3 Júl

Bíll sem fór um Vesturlandsveginn á hundrað kílómetra hraða var eltur uppi af lögreglubíl og stöðvaður.

„Þú fórst ansi geyst, góði minn,“ sagði lögreglumaðurinn. „Væri þér sama þótt þú blésir í þessa blöðru?“

„En mér liggur svo mikið á,“ sagði maðurinn við stýrið. „Ég er fullfær um að aka bílnum. Geturðu ekki bara sektað mig og leyft mér að halda áfram? Ég er að aka konu minni og dóttur, sem eru orðnar of seinar í afmælisveislu uppi í Mosfellsbæ.“

„Ég er hræddur um að þú verðir samt að blása í blöðruna, vinur,“ sagði lögreglumaðurinn og sat fast við sinn keip.

„Það er hreinasti óþarfi,“ sagði maðurinn. „Ég hef líka ótrú á þessu drasli. Reyndu það fyrst á þeirri litlu, svo að ég geti verið viss um að það virki rétt.“

„Allt í lagi,“ sagði lögreglumaðurinn og lét sex ára gamla dóttur mannsins blása í blöðruna. Honum til mikillar undrunar varð hún græn, eins og barnið væri ölvað. Lögreglumaðurinn varð að viðurkenna að blöðrunni væri ekki treystandi, svo að hann flýtti sér að skrifa sektarmiða og leyfði manninum að halda áfram för sinni.

„Ég sagði þér að þetta væri góð hugmynd,“ sagði maðurinn við konu sína þegar þau voru lögð aftur af stað.

„Já,“ sagði konan. „Það var snilldarbragð hjá þér að gefa stelpunni rommið.“

2409.

2 Júl

„Hver ók þegar bíllinn lenti á staurnum?“

„Enginn, lögregluþjónn. Við vorum öll í aftursætinu.“

2377.

1 Júl

Dómarinn: „Umferðarlögregluþjónninn segir að þú hafir hæðst að sér.“

Sakborningurinn: „Nei, það er ekki alveg rétt. Hann las yfir hausamótunum á mér alveg eins og konan mín gerir og ég gleymdi mér og sagði: „Já, ástin mín.““

2365.

1 Júl

„Sástu ekki skiltið um 50 km hámarkshraða?“

„Nei, lögregluþjónn, ég ók of hratt til að taka eftir því.“