Tag Archives: Lögfræðingar

2902.

8 Sep

Flutningabílsstjóri nokkur var vanur að skemmta sér með því að keyra á lögfræðinga sem hann sá á göngu meðfram veginum. Dag nokkurn sá hann hins vegar prest á veginum, sem var að húkka far. Bílsstjórinn okkar stoppar, ákveður að gefa prestinum far og finnst að hann sé með þessu að gera stórt góðverk. Hann spyr prestinn: „Á hvaða leið ert þú, faðir?“

„Ég er á leiðinni í kirkjuna, sem er tíu kílómetra héðan.“

„Ekkert mál, séra minn. Ég skal skutla þér þangað. Komdu inn.“

Presturinn stekkur upp í og þeir aka af stað.

Skyndilega sér bílstjórinn lögfræðing á gangi og býr sig undir að keyra á hann. En þá man hann að hann er með prest í bílnum, þannig að hann hættir við. En allt í einu heyrist KRASSS fyrir utan bílinn. Bílstjórinn verður órólegur og lítur í speglana. Þegar hann sér ekkert snýr hann sér að prestinum og segir: „Fyrirgefðu, séra minn. Ég var næstum því búinn að keyra á þennan lögfræðing.“

„Allt í lagi,“ segir presturinn. „Ég náði honum með hurðinni!“

Auglýsingar

2337.

30 Jún

„Hvernig geturðu verið viss um að endurnar sem fundust heima hjá skjólstaeðingi mínum séu endurnar þínar?“ spurði verjandinn.

„Auðvitað þekki ég mínar eigin endur,“ sagði gamli bóndinn og lýsti síðan útliti andanna í smáatriðum. Þegar hann hafði lokið máli sínu sagði verjandinn:

„Nei, heyrðu nú, þessi lýsing gæti átt við flestar endur. Ég á sjálfur einmitt svona endur heima hjá mér.“

„Það held ég geti verið,“ sagði bóndinn. „Þetta eru ekki einu endurnar sem stolið hefur verið frá mér nýlega.“

2336.

30 Jún

Sækjandinn var að spyrja vitnið spjörunum úr.

„Og þú segir að þú hafir farið að heimsækja Guðfinnu þann 14. júlí?“ sagði hann.

„Ég mótmæli þessari spurningu,“ sagði verjandinn. Af þessu spunnust orðaskipti og deilur um lögfræðileg atriði, sem loksins tókst að leysa úr eftir klukkutíma. Dómarinn leyfði spurninguna á endanum og sækjandinn sneri sér aftur að vitninu.

„Ég endurtek þá spurninguna,“ sagði hann. „Þann 14. júlí fórstu að heimsækja Guðfinnu. Hvað sagði hún þá?“

„Hún sagði ekkert,“ svaraði vitnið. „Hún var ekki heima.“

2302.

30 Jún

Verjandinn missti stjórn á skapi sínu og æpti á sækjandann: „Þú ert mesta fífl sem ég hef nokkru sinni á ævi minni litið augum!“

„Hægan, hægan!“ sagði dómarinn höstugur. „Þú virðist hafa gleymt því að ég er nærstaddur.“

2301.

30 Jún

Sakborningurinn kom að máli við verjanda sinn og bað hann að sjá til þess að annar lögfræðingur yrði fenginn til að sjá um vörn sína ásamt honum.

„Hvers vegna?“ spurði verjandinn. „Ertu ekki ánægður með málsvörnina?“

„Jú, jú,“ sagði sakborningurinn. „En hinn aðilinn hefur tvo lögfræðinga. Á meðan annar þeirra er að tala situr hinn þarna og hugsar. Á meðan þú ert að tala er enginn sem hugsar.“

2223.

28 Jún

Lögfræðingurinn við vitnið: „Nú vil ég spyrja þig hvort þú hafir eða hafir ekki, á umræddum degi eða í einhvern annan tíma, sagt eða á annan hátt gefið ákærðum í skyn að þú teldir að ákærður væri eða hefði á einhvern hátt verið tengdur þeim atburðum sem þegar hefur verið lýst fyrir þessum rétti, eða að einhverjar grunsemdir væru í huga þér um að svo kynni að hafa verið, án tillits til þess að hinn ákærði var ekki og gat ekki hafa verið í grennd við vettvang atburðanna á þeim tíma sem áður áminntir atburðir áttu sér stað eða gætu hafa átt sér stað, hvort sem þeir áttu sér stað eða ekki? Svaraðu já eða nei.“

2222.

28 Jún

Lögfræðingurinn var að flytja fjálglega og háfleyga varnarræðu fyrir skjólstæðing sinn.

„Andartak, Haraldur,“ greip dómarinn fram í. „Nú skil ég ekki alveg. Þú heldur því fram að skjólstæðingur þinn sé saklaus, en hann hefur þegar játað sekt sína.“

„Það veit ég vel,“ sagði lögfræðingurinn. „En væntanlega dettur hvorki þér né mér í hug að trúa orði af því sem maður með slíkan glæpaferil að baki segir.“