Tag Archives: Lest

2856.

16 Júl

Járnbrautarlest nálgat brautarstöðina, en skyndilega er eins og lestarstjórinn missi stjórn á henni og lestin fer út af sporinu. Að lokum kemst hún þó á endastöðina og yfirmaður stöðvarinnar spyr lestarstjórann: „Hvað gerðist þarna áðan?“

Lestarstjórinn svarar: „Það var einhver hálfviti að labba á teinunum.“

„Það er alveg bannað.“ Sagði yfirmaðurinn. „Af hverju keyrðirðu ekki bara á hann?“

„Ég reyndi það,“ sagði lestarstjórinn. „En ég varð að fara út af sporinu til að ná honum.“

Auglýsingar

2598.

5 Júl

„Af hverju er lestarstöðin svona langt frá miðbænum?“

„Ætli þeir hafi ekki viljað hafa hana nærri lestarteinunum?“

2597.

5 Júl

„Er þessi lest á réttum tíma?“

„Við erum nú ánægðir ef hún er á réttu spori.“

2555.

5 Júl

Þetta þorp er svo lítið að þegar lest nemur staðar á brautarstöðinni, þá er eimvagninn úti í sveit.

2554.

5 Júl

„Hvorum megin ætti ég að fara út úr lestinni?“

„Það er alveg sama. Báðar hliðarnar stoppa hér.“

2553.

5 Júl

„Mér þykir það leitt, frú, en miðinn þinn gildir til New York og þessi lest fer til Chicago.“

„Almáttugur! Ætli lestarstjórinn viti að hann er að villast?“

2107.

26 Jún

Hefurðu heyrt um Danann sem var svo flughræddur að hann tók lestina þegar hann fór í sumarfrí til Spánar?

Lestinni hlekktist á. Það hrapaði flugvél á hana.