Tag Archives: Leikari

2731.

8 Júl

Þegar fólk heldur upp á tíunda brúðkaupsafmælið í Hollywood, þá merkir það að það hefur verið gift tíu sinnum.

Auglýsingar

2084.

25 Jún

Spákonan: „Ég sé í spilunum að bráðlega uppgötvar þekktur leikstjóri þig og áður en varir verðurðu orðin fræg kvikmyndastjarna.“

Linda: „Þetta sagðirðu nú líka við Lísu vinkonu mína.“

Spákonan: „Nú, hvað á maður að gera? Þið stelpurnar gerið ykkur bara ekki ánægðar með neitt minna nú orðið.“

2052.

25 Jún

Hollywood-leikkonur geta bara talað um tvennt. Síðustu bíómyndina sína eða næsta eiginmann.

2020.

24 Jún

„Ég frétti að systir þín væri kvikmyndaleikkona. Er hún gift?“

„Stundum.“

1987.

23 Jún

Þau eru dæmigert Hollywood-par. Hann varð snemma gráhærður og hún varð ljóshærð í síðustu viku.

1954.

23 Jún

„Hvað hafið þið verið gift lengi?“

„Í þetta skipti eða samtals?“

1920.

22 Jún

Hann fór til Hollywood og gerði tvær kvikmyndir samtímis: Fyrstu mynd sína og hina seinustu.