Tag Archives: Írar

2899.

5 Sep

Íri, Englendingur og Bandaríkjamaður eru látnir taka lygapróf.

Írinn segir: „Ég hugsa að ég geti tæmt 20 bjórdósir á einu kvöldi.“

BINNNNG! heyrist í lygamælinum.

„Allt í lagi þá. 10 dósir.“ segit hann og ekkert hljóð heyrist.

Englendingurinn segir: „Ég hugsa að ég geti borðað 15 hamborgara í einu.“

BINNNNG, heyrist í lygamælinum.

„Allt í lagi þá. 8 hamborgara.“ segir hann og ekkert hljóð heyrist.

Bandaríkjamaðurinn segir: „Ég hugsa…“ BINNNNG, heyrist í lygamælinum.

Auglýsingar

2144.

26 Jún

Paddy bað konuna sem hann leigði hjá að útvega sér stóran spegil í herbergið sitt.

„Uss, þú ert með alveg nógu stóran spegil,“ sagði húsmóðirin. „Þú sérð sjálfan þig alveg niður að mitti.“

„Það er ekki nóg,“ sagði Paddy. „Í þessari viku hef ég þegar farið þrisvar út buxnalaus.“

2115.

26 Jún

Og svo var það Írinn sem langaði til að stunda brimreiðar en gat ekki fengið fjárans hrossið til að fara í sjóinn.

2083.

25 Jún

Juan frá Barcelona var á ferðalagi á Írlandi og hitti Patrick frá Killarney. Þeir fóru að spjalla saman.

„Það er eitt orð sem við notum mikið í spænsku,“ sagði Juan. „Mañana. Það þýðir á morgun – látum það bíða til morguns. Eigið þið eitthvert sambærilegt orð í írsku?“

Patrick hugsaði sig lengi um.

„Nei,“ sagði hann svo. „Ég held að við eigum ekkert orð til að tákna eitthvað sem er svo áríðandi.“

2051.

25 Jún

Pat og Mike áttu hvor sinn hestinn og geymdu þá í sama bithaganum. Til þess að vera vissir um að þekkja hestana í sundur höfðu þeir bundið græna slaufu í faxið á hestinum hans Pats. Þetta gekk ljómandi vel, en einn daginn komu þeir í hagann og sáu að græna slaufan hafði dottið af hestinum.

„Nú fór í verra,“ sagði Pat. „Hvernig eigum við nú að þekkja hvor okkar á hvaða hest?“

„Heyrðu, mér dettur eitt í hug,“ sagði Mike eftir nokkra þögn. „Ég tek þann gráa og þú tekur þann brúna.“

2019.

24 Jún

Pat gamli lá banaleguna og lét kalla á lögfræðing af því að hann vildi gera erfðaskrá og ganga frá sínum málum áður en hann dæi. Maggie, konan hans Pats, sat við hlið lögfræðingsins, sem skrifaði niður eftir sjúklingnum.

Pat: „Hann Francis skuldar mér fimm pund.“

Maggie: „Sko minn mann, hann gleymir ekki smáatriðunum.“

Pat: „Og Timothy skuldar mér tíu pund.“

Maggie: „Hann heldur fullum sönsum fram í andlátið, hann Pat minn.“

Pat: „Svo skulda ég honum Mike hundrað pund.“

Maggie: „Æ, nú er aldeilis farið að slá út í fyrir gamla manninum.“

1986.

23 Jún

O’Brien var alltaf að lenda í slagsmálum. Eitt kvöldið kom hann heim, blár og bólginn og blóðugur, og þá var mælirinn fullur. Konan hans sagði:

„Hefurðu nú verið að slást einu sinni enn, Pat O’Brien? Og hvern varstu að slást við í þetta skipti, ef ég má gerast svo djörf að spyrja?“

„Æ, við O’Donnell urðum svolítið ósáttir, það var nú allt og sumt,“ sagði O’Brien.

„O’Donnell?“ sagði konan hans. „Og ætlarðu að reyna að telja mér trú um að aumur væskill eins og hann hafi farið svona með þig?“

„Uss, góða mín!“ sagði O’Brien. „Maður á ekki að tala illa um þá sem látnir eru.“