Tag Archives: Hundar

2880.

10 Ágú

Maður gengur inn á bar með hundinn sinn og pantar tvö viskýglös, eitt fyrir hundinn og eitt fyrir sjálfan sig. Þeir klára báðir úr glösunum sínum.

Þjónustustúlkan er mjög hissa á þessu og spyr manninn: „Getur hundurinn þinn gert eitthvað meira?“

„Það held ég nú.“ svarar maðurinn. „Hann getur meira að segja haft samfarir við konu.“

Af einskærri forvitni fer stúlkan með manninn og hundinn inn í lítið herbergi fyrir ofan barinn. Full eftirvæntingar klæðir hún sig úr og leggst í rúm sem er inni í herberginu. En hundurinn horfir bara á hana og gerir ekki neitt.

„Það er alltaf sama sagan með þig!“ öskrar maðurinn á hundinn. „Horfðu vel á mig. Nú sýni ég þér einu sinni enn hvernig þú átt að gera þetta.“

Auglýsingar

2874.

4 Ágú

Fjórir menn eru að metast um það hver eigi gáfaðasta hundinn.

Verkfræðingurinn segir að hundurinn hans, sem heitir Ferningur, kunni að teikna. Hann segir hundinum að ná í blað og blýant og biður hann um að teikna ferning, hring og þríhyrning, sem hundurinn gerir án nokkurra vandræða.

Endurskoðandinn heldur nú að hans hundur sé gáfaðri. Hundurinn hans heitir Stika. Hann biður hundinn um að ná í tólf smákökur, sem hann gerir. Þar næst biður hann hundinn um að skipta kökunum í þrjá jafna hluta, sem auðvitað er enginn vandi fyrir hundinn.

Efnafræðingnum fannst þetta mjög gott, en hundurinn hans er nú samt betri. Hann sagði hundinum sínum, sem heitir Mælir, að ná í einn mjólkurlítra og biður hann um að hella sjö millilítrum í tíu millilítra glas. Þetta gerir hundurinn alveg vandræðalaust.

Þeir verða sammála um að þessir þrír hundar séu allir jafn gáfaðir.

Nú snúa þeir sér allir að verkalýðsforingjanum og spyrja hvað hundurinn hans geti gert. Verkalýðsforinginn kallar á hundinn sinn, sem heitir Matarhlé, og segir: „Matarhlé, sýndu félögum okkar hvað þú getur gert.“

Hundurinn borðar kökurnar, drekkur mjólkina, skítur á blaðið, skammar hina hundana, kvartar yfir bakverkjum, kvartar yfir slæmum vinnuaðstæðum, sendir þessar kvartanir til vinnueftirlitsins og fer loks heim í veikindafrí.

2861.

21 Júl

Jónas kemur heim úr vinnunni einn dag og sér sér til mikillar skelfingar, að hundurinn hans er með kanínu Guðmundar, nágranna hans, í kjaftinum. Kanínan er dauð og Jónas verður hræddur. Hann heldur að sjálfsögðu að Guðmundur muni hata hann upp frá þessu, þannig að hann tekur kanínuna af hundinum, þvær hana og þurrkar og setur hana á útidyratröppurnar hjá Guðmundi og vonar nú að Guðmundur haldi að kanínan hafi dáið eðlilegum dauðdaga.

Nokkrum dögum síðar segir Guðmundur við Jónas: „Varstu búinn að heyra að kanínan okkar dó um daginn?“

Jónas verður óöruggur og segir: „Eh… nei… hvað gerðist?“

„Ég fann hana bara dauða á tröppunum,“ sagði Guðmundur. En það skrýtna við þetta allt saman er það að eftir að við jörðuðum hana, þá kom einhver og gróf hana upp, baðaði hana og setti hana aftur á útidyratröppurnar. Þetta hlýtur að hafa verið mjög ruglaður náungi.“

2717.

8 Júl

Tryggingasölumaðurinn: „En finnst þér ekki, frú mín, að þið hjónin þurfið á líftryggingu að halda? Hugsaðu þér nú ef maðurinn þinn félli frá á morgun. Hvað mundirðu þá taka til bragðs?“

Frúin: „Ja, ætli ég fengi mér ekki bara hund.“

2700.

7 Júl

Virðulegur Palestínumaður var á gönguferð á Vesturbakkanum, þegar nokkrir ísraelskir unglingar veittust að honum og lúbörðu hann. Hann ákvað að láta hart mæta hörðu og keypti sér þýskan úlfhund, sem var þjálfaður til að drepa eftir skipun. Svo fór Palestínumaðurinn út að hefna sín.

Fljótlega fann hann hentugt fórnarlamb: Aldraðan, lágvaxinn Gyðing, sem var með greifingjahund í bandi. Palestínumaðurinn sigaði sínum hundi – en varð furðu lostinn, þegar hundur Gyðingsins stökk á úlfhundinn, hafði hann undir og gleypti hann í einum bita.

„Hverskonar hundur er þetta eiginlega?“ spurði Palestínumaðurinn náfölur af hræðslu.

„Tja, áður en við létum laga á honum nefið, hét þetta krókódíll,“ sagði Gyðingurinn litli.

2699.

7 Júl

Gesturinn: „Er hundurinn þinn hrifinn af börnum?“

Jónas: „Já, en hann vill samt heldur dósamat.“

2698.

7 Júl

Fyrsti hundur: „Ég heiti Tryggur. Hvað heitir þú?“

Annar hundur: „Ég er ekki alveg viss, en ég held að ég heiti Þegiðu seppi.“