Tag Archives: Hótel

2500.

3 Júl

Gömlu hjónin komu á hótelið síðla kvölds og afgreiðslumaðurinn sagði við þau: „Því miður er allt orðið fullt – nema þá brúðarsvítan.“

„En við höfum verið gift í meira en fimmtíu ár,“ sagði gamli maðurinn.

„Og hvað með það?“ spurði afgreiðslumaðurinn. „Ég gæti líka látið ykkur hafa danssalinn – en þið þyrftuð ekki að slá upp balli.“

Auglýsingar

2424.

2 Júl

Ógift, miðaldra kona kom til dvalar á eitt hótelið á Akureyri. Skömmu eftir að henni hafði verið vísað á herbergi sitt hringdi hún niður í afgreiðsluna og krafðist þess að hótelstjórinn kæmi þegar í stað upp til sín. Þegar hann kom sagði hún sárhneyksluð: „Þetta gengur ekki! Ég leit út um gluggann og þarna, í íbúðinni handan við götuna, er maður í sturtu – allsber!“

Hótelstjórinn leit út um gluggann og sagði: „En góða mín, það sést ekki nema rétt ofan á hvirfilinn á honum.“

„Jæja?“ sagði konan. „Reyndu bara að stíga upp á þennan stól!“

2372.

1 Júl

Þetta var á litlu hóteli við sjóinn. Ung stúlka sem þar var í fríi lá ein í sólbaði á flötu hótelþakinu, klædd í pínulítið bikiní. Hana langaði til að vera brún allsstaðar og þegar hún hafði gengið úr skugga um að enginn gæti séð yfir þakið frá öðrum húsum fór hún úr baðfötunum og lagðist á magann. Þegar hún hafði legið þar nokkra stund birtist hótelstjórinn og sagði: „Við getum ekki leyft fólki að liggja hér nakið, ungfrú!“

Stúlkan þreif slopp í skyndi og sagði: „En það sér ekki nokkur maður til mín hér uppi!“

„Þú heldur það,“ sagði hótelstjórinn. „En þú liggur á glerþakinu yfir borðsalnum!“

2220.

28 Jún

Reiður gestur kom vaðandi að afgreiðsluborði hótels nokkurs á Sikiley.

„Nú er nóg komið!“ öskraði hann. „Mér er gjörsamlega ómögulegt að festa blund fyrir öllum þessum músagangi í herberginu mínu!“

„Mýs?“ spurði afgreiðslumaðurinn. „Fyrirgefið, herra, eruð þér í fimmtíu þúsund líra herbergi eða hundrað þúsund líra herbergi?“

„Ég er í hundrað þúsund líra herbergi.“

„Nú, jæja,“ sagði afgreiðslumaðurinn. „Fyrst svo er kemur ekki til nokkurra mála að þér hafið orðið fyrir ásókn músa. Þetta hljóta að hafa verið rottur.“

2176.

27 Jún

Einu sinni bjó ég á hóteli í Texas sem var svo stórt að til þess að ná sambandi við herbergjaþjónustuna þurfti maður að hringja í landsímann.

2175.

27 Jún

Einu sinni bjó ég á hóteli í Feneyjum þar sem rakinn í herberginu var svo mikill að það veiddust gullfiskar í músagildrumar.

1919.

22 Jún

Íri nokkur kom til London og tók sér gistingu á góðu hóteli í West End.

„Heyrðu nú,“ sagði hann í kvörtunartóni við vikapiltinn, „þótt ég sé frá Írlandi þurfið þið ekki að halda að þið getið troðið mér inn í svona smákompu! Þetta er varla stærra en kústaskápur!“

„Inn með þig, góði,“ sagði vikapilturinn. „Þetta er lyftan.“