Tag Archives: Glæpamenn

2869.

29 Júl

Í þröngu og dimmu húsasundi miðar maður byssu á eldri konu og segir: „Þú átt að gera dálítið fyrir mig.“

Konan stynur af spenningi og segir: „Þú verður þá að flýta þér. Eftir hálftíma kalla ég á hjálp.“

Auglýsingar

2283.

29 Jún

„Ræningjar hentu múrsteini í gluggann hjá gullsmiðnum og létu greipar sópa.“

„Og komust þeir undan með fenginn?“

„Nei. Þetta voru Skotar og þeir náðust þegar þeir komu aftur til að sækja múrsteininn.“

2222.

28 Jún

Lögfræðingurinn var að flytja fjálglega og háfleyga varnarræðu fyrir skjólstæðing sinn.

„Andartak, Haraldur,“ greip dómarinn fram í. „Nú skil ég ekki alveg. Þú heldur því fram að skjólstæðingur þinn sé saklaus, en hann hefur þegar játað sekt sína.“

„Það veit ég vel,“ sagði lögfræðingurinn. „En væntanlega dettur hvorki þér né mér í hug að trúa orði af því sem maður með slíkan glæpaferil að baki segir.“

2192.

27 Jún

Hún var svo heimsk að þegar lýst var eftir afbrotamanni, sótti hún um starfið.

2177.

27 Jún

Dómarinn: „Þú varst búinn að viðurkenna að þú værir sekur, en nú viltu gefa nýja yfirlýsingu og segjast saklaus. Hvernig stendur á því?“

Sakborningurinn: „Já, þegar ég heyrði þessa frábæru ræðu sem verjandi minn hélt sannfærðist ég um að ég hlyti blátt áfram að vera saklaus.“

2120.

26 Jún

Lögreglumaðurinn: „Svo að þú viðurkennir að hafa skotið konuna þína?“

Skotinn: „Já.“

Lögreglumaðurinn: „Og þú segir að það hafi verið vegna þess að þú uppgötvaðir að hún átti sex elskhuga?“

Skotinn: „Já.“

Lögreglumaðurinn: „En þú segist hafa elskað konuna þína af öllu hjarta. Hvers vegna varstu þá að skjóta hana, en ekki elskhugana sex?“

Skotinn: „Ég vildi nú spara kúlurnar.“

2109.

26 Jún

Sakborningurinn: „Verjandi minn er veikur og ég vil gjarna fá réttarhaldi í máli mínu frestað þar til í næstu viku.“

Dómarinn: „Hvað heldurðu að þú hafir upp úr því? Þú varst gripinn glóðvolgur við að stela veskinu. Hvað gæti verjandi þinn hugsanlega fært fram þér til málsbóta?“

Sakborningurinn: „Já, það langaði mig einmitt til að vita!“