Tag Archives: Gjöf

2732.

8 Júl

Snjall eiginmaður kaupir svo fínt postulín handa eiginkonu sinni að hún treystir honum ekki fyrir uppþvottinum.

Auglýsingar

2680.

7 Júl

Dísa: „Ég ætlaði að kaupa vasaklút handa þér í jólagjöf, frændi, en svo mundi ég ekki hvaða stærð nefið á þér er.“

2448.

2 Júl

Helgi: „Viltu koma í afmælisveisluna mína á laugardaginn, Sverrir?“

Sverrir: „Já, það vil ég gjarna. Hvar áttu heima?“

Helgi: „Á Hólavegi 196. Ýttu bara á dyrabjölluna með olnboganum.“

Sverrir: „Af hverju með olnboganum?“

Helgi: „Þú hefur þó ekki hugsað þér að koma tómhentur?“

2196.

27 Jún

Vitið þið hvað Skotinn sendi vini sínum í jólagjöf?

Bréfdúfu.

1670.

17 Jún

Konan mín gaf mér vasakveikjara, en mig langar ekkert til að kveikja í vösunum mínum.

1416.

12 Jún

Beggi: „Ég veit ekkert hvað ég á að gefa kærustunni minni í jólagjöf.“

Boggi: „Hvað segirðu um að gefa henni varalit?“

Beggi: „Neeei, ég veit ekki alveg hvaða stærð munnurinn á henni er.“

1289.

9 Jún

McAllister keypti dýran japanskan blævæng handa konu sinni.

„Hann getur enst árum saman,“ sagði hann við konuna, „ef þú passar þig á því að halda honum kyrrum og hrista sjálf höfuðið.“