Tag Archives: Gáfur

2874.

4 Ágú

Fjórir menn eru að metast um það hver eigi gáfaðasta hundinn.

Verkfræðingurinn segir að hundurinn hans, sem heitir Ferningur, kunni að teikna. Hann segir hundinum að ná í blað og blýant og biður hann um að teikna ferning, hring og þríhyrning, sem hundurinn gerir án nokkurra vandræða.

Endurskoðandinn heldur nú að hans hundur sé gáfaðri. Hundurinn hans heitir Stika. Hann biður hundinn um að ná í tólf smákökur, sem hann gerir. Þar næst biður hann hundinn um að skipta kökunum í þrjá jafna hluta, sem auðvitað er enginn vandi fyrir hundinn.

Efnafræðingnum fannst þetta mjög gott, en hundurinn hans er nú samt betri. Hann sagði hundinum sínum, sem heitir Mælir, að ná í einn mjólkurlítra og biður hann um að hella sjö millilítrum í tíu millilítra glas. Þetta gerir hundurinn alveg vandræðalaust.

Þeir verða sammála um að þessir þrír hundar séu allir jafn gáfaðir.

Nú snúa þeir sér allir að verkalýðsforingjanum og spyrja hvað hundurinn hans geti gert. Verkalýðsforinginn kallar á hundinn sinn, sem heitir Matarhlé, og segir: „Matarhlé, sýndu félögum okkar hvað þú getur gert.“

Hundurinn borðar kökurnar, drekkur mjólkina, skítur á blaðið, skammar hina hundana, kvartar yfir bakverkjum, kvartar yfir slæmum vinnuaðstæðum, sendir þessar kvartanir til vinnueftirlitsins og fer loks heim í veikindafrí.

Auglýsingar

2744.

8 Júl

„Eru gáfaðir menn góðir eiginmenn?“

„Gáfaðir menn gifta sig ekki.“

2503.

4 Júl

Hann hlýtur að hafa fengið gáfurnar frá móður sinni. Ég hef mínar ennþá.

2370.

1 Júl

Ferðamaður nokkur villist í Biskupstungum. Hann lendir á eyðilegum malarvegi og ætlar að fara að snúa við, þegar við honum blasir skyndilega dalur með stærsta svínabúi sem hann hefur augum litið.

Hann heldur áfram eftir veginum, framhjá svínastíu eftir svínastíu, og sér svínin skvettast um engin og velta sér í drullupyttum. Svo ber undarlegan hlut fyrir sjónir honum. Hann tekur andköf – og trúir ekki eigin augum. Svín með tréfót!

Ferðalangurinn beygir upp að bænum og hittir svínabóndann að máli. „Afsakaðu,“ segir hann. „Ég átti leið hér um og sá svínin, en ákvað að koma við af því að ég rak augun í undarlegt fyrirbæri. Segðu mér, var það sem mér sýndist, er eitt svínið með tréfót?“

Bóndinn kímir. „Það hefur verið hann Sesar gamli. Hann er það besta svín sem nokkur getur hugsað sér að eiga – og gáfaður! Sjáðu til, ég skal segja þér nánar frá þessu.

Sérðu prammann þarna úti á vatninu? Þetta er kísilgúrvinnsla og það var Sesar gamli sem þefaði kísilinn uppi. Hann kenndi okkur líka vinnsluaðferðina. Ég hef um fimm milljón króna tekjur á ári af kísilvinnslunni.

Sérðu malarnámið þarna uppi í hlíðinni? Sesar fann það líka og þótt það sé enginn stórgróði af þessu, þá hef ég haft tvær milljónir upp úr því. Sesar sá um samningsgerðina.

Þú ert augljóslega borgarbarn og heldur örugglega að svín séu nautheimsk, en samt er það nú staðreynd að Sesar gamli er heiðursdoktor við Sorbonne-háskólann í París. Fjórum til fimm sinnum á ári heldur hann fyrirlestra um jarðfræði, bæði við háskólann í Reykjavík og við erlenda háskóla. Ég hef rúmlega tvö hundruð þúsund fyrir þau ræðuhöld og auk þess er það góð auglýsing fyrir svínabúið.

Svo er þetta líka persónulegt. Fyrir nokkrum árum fékk ég mér einum of mikið neðan í því og steinsofnaði inni í stofu, en rak fótinn í olíulampa sem féll um koll svo að það kviknaði í. Sesar fann brunalyktina, ruddist inn um bakdyrnar, dreif konuna og börnin út og tókst að vekja mig af áfengisvímunni. Það er alveg klárt að Sesar bjargaði lífi okkar allra og það er nokkuð sem maður gleymir ekki svo glatt.“

„Ja, hérna,“ segir ferðalangurinn. „Þetta er aldeilis ótrúlegt! Ég hef aldrei heyrt um annað eins svín! En segðu mér, hvernig stendur á tréfætinum? Lenti svínið í slysi eða hvað?“

„Jú, sjáðu til vinur,“ segir bóndinn og brosir góðlátlega, „maður gleypir ekki svona gáfað svín í einu lagi.“