Tag Archives: Flugfreyja

1978.

23 Jún

„Heyrðu, flugfreyja, af hverju hlær flugstjórinn svona tryllingslega?“

„Hann er að hugsa um hvað sagt verði á hælinu þegar kemst upp að hann slapp út.“

Auglýsingar

285.

19 Maí

Flugleiðavélin var lögð af stað til Kaupmannahafnar og flugstjórinn bauð farþegana að vanda velkomna um borð. Hann áttaði sig ekki á að hann hafði gleymt að slökkva á kallkerfinu, svo að allir farþegarnir gátu heyrt þegar hann sneri sér að aðstoðarflugmanninum og sagði: „Taktu við, Gummi – ég er svo þreyttur að nú vildi ég helst fá bjórdós að drekka og slaka svo á í smástund með nýju, ljóshærðu flugfreyjunni.“

Flugfreyjan, sem stödd var aftur í farþegarýminu, eldroðnaði og flýtti sér fram eftir vélinni í áttina að flugstjórnarklefanum til að láta flugstjórann vita að kveikt væri á kallkerfinu. Einn farþeganna, gömul og góðlátleg kona, kallaði á eftir henni: „Þú þarft ekki að flýta þér svona, vinan – hann er örugglega ekki búinn úr bjórdósinni!“