Tag Archives: Flug

2107.

26 Jún

Hefurðu heyrt um Danann sem var svo flughræddur að hann tók lestina þegar hann fór í sumarfrí til Spánar?

Lestinni hlekktist á. Það hrapaði flugvél á hana.

Auglýsingar

2075.

25 Jún

Skeggjaði náunginn þrýsti byssu að bakinu á flugstjóranum og hvæsti: „Fljúgðu með mig til London.“

„En við erum að fara til London hvort eð er,“ sagði flugstjórinn skelfdur.

„Það veit ég vel,“ sagði sá skeggjaði. „En það er tvisvar búið að ræna flugvél sem ég er í og láta hana fljúga til Kúbu, og ég ætla ekki að eiga neitt á hættu í þetta skipti!“

2043.

24 Jún

Flugvélin var svo gömul að hún var meira að segja með útikamar.

2011.

24 Jún

Hefurðu einhverja reynslu af flugi?“

„Ja, ég datt einu sinni út um glugga.“

1978.

23 Jún

„Heyrðu, flugfreyja, af hverju hlær flugstjórinn svona tryllingslega?“

„Hann er að hugsa um hvað sagt verði á hælinu þegar kemst upp að hann slapp út.“

1969.

23 Jún

Maó, Brésnéf og Dúbsjék voru í flugferð. Flugfreyja tilkynnti:

„Góðir farþegar, það gleður okkur að geta tilkynnt að Jesús Kristur er með okkur. Hann mun ganga um og veita hverjum farþega eina ósk.“

Kristur kemur inn og gengur til Maós.

„Hvers óskarðu þér?“ spyr Kristur.

„Að allir rússneskir endurskoðunarsinnar hverfi burt úr jarðríki,“ sagði Maó.

„Ágætt,“ svaraði Jesús og sneri sér að Brésnéf.

„Hver er þín ósk?“ spurði Jesús.

„Að allir kínverskir klofningssinnar séu úr sögunni,“ sagði Brésnéf.

„Þá það,“ sagði Jesús og fór til Dúbsjéks.

„Jæja, hvers óskar þú?“ spurði hann.

„Félagi Jesús,“ sagði Dúbsjék, „ætlarðu virkilega að uppfylla óskir þeirra?“

„Auðvitað“ svaraði Jesús, „ég er almáttugur.“

„Jahá…,“ sagði Dúbsjék, „þá ætla ég bara að fá einn bolla af kaffi.“

1945.

22 Jún

„Þetta er flugstjórinn sem talar. Góðu fréttirnar eru þær að við fljúgum í björtu og kyrru veðri. Það eru engar truflanir í lofti og okkur miðar mjög vel áfram. Slæmu fréttirnar eru þær að ég hef ekki hugmynd um hvar við erum stödd.“