Tag Archives: Fjölskyldur

2072.

25 Jún

„Frændi minn var að gera erfðaskrá. Hann arfleiddi pabba og mömmu að einni milljón og okkur bræðurna að hálfri milljón hvorn.“

„En frændi þinn á ekki bót fyrir rassinn á sér.“

„Nei, en þetta sýnir hvað hann er góður maður. Við fengjum þessa peninga ef hann ætti þá.“

Auglýsingar

1815.

20 Jún

„Bróðir minn er á sjúkrahúsi. Hann varð fyrir strætisvagni.“

„Æ, það var leitt að heyra.“

„Já, en mér liði enn verr ef hann væri albróðir minn.“

„Hvaða vitleysa. Víst er hann albróðir þinn.“

„Nei, eftir að strætó keyrði yfir hann er varla hægt að telja hann meira en hálfan bróður.“

1804.

20 Jún

Vinkona leikkonunnar: „Þessi sæti sem þú ert alltaf að horfa á er eitthvað kunnuglegur. Er þetta einn af fyrrverandi mönnunum þínum?“

Leikkonan: „Nei, það held ég ekki, en þetta gæti verið elsti sonur minn.“

1792.

19 Jún

Gísli litli var að skoða fjölskyldualbúmið með pabba sínum. Svo komu þeir að brúðkaupsmyndinni af pabba og mömmu. Þá spurði Gísli:

„Pabbi, var þetta dagurinn þegar mamma byrjaði að vinna hjá okkur?“

1747.

18 Jún

„Eigið þið ættartré?“

„Við eigum ekki einu sinni rifsberjarunna.“

1699.

17 Jún

„Er einhver geðveiki í fjölskyldunni?“

„Já, læknir. Maðurinn minn heldur að hann sé húsbóndinn á heimilinu.“

1647.

16 Jún

„Þið eigið ekki að slást. Biblían segir að maður eigi að elska óvini sína.“

„En hann er ekki óvinur minn. Hann er bróðir minn!“