Tag Archives: Fjármál

2921.

26 Apr

Fyrir nokkrum árum var klerkur einn sem jafnframt var formaður stjórnar sparisjóðsins í Hafnarfirði. Dag einn hélt presturinn fund í sparisjóðnum. Rekstrartölurnar sýndu neikvæða þróun og presturinn blótaði afkomunni í sand og ösku.

Einn fundarmanna sagði stillilega: „Ég er nú ekki vanur að heyra prest nota svona orðbragð…“

Presturinn svaraði að bragði: „Það er formaður sparisjóðsins sem bölvar, ekki klerkurinn.“

Annar fundarmanna sagði þá hratt: „Ef formaður sparisjóðsins fer til helvítis, hvað verður þá um klerkinn?“

Auglýsingar

2770.

9 Júl

„Þarna er hann Trausti. Hann er sannkallaður fjármálasnillingur.“

„Nú, hvernig þá?“

„Hann fékk kauphækkun fyrir þremur mánuðum og konan hans hefur ekki komist að því enn.“

2752.

9 Júl

„Við hjónin höfum sameiginlegan ávísanareikning.“

„Er ekki svolítið erfitt að halda reiðu á honum?“

„Nei, nei. Ég legg inn og hún tekur út.“

2442.

2 Júl

Hallgrímur var ekki ánægður með son sinn, sem virtist ekki gera annað en hengslast um húsið allan liðlangan daginn, þótt hann hefði fengið góða menntun og væri orðinn tuttugu og tveggja ára.

„Þú getur ekki bara setið kyrr og beðið eftir að draumastarfið komi upp í hendurnar á þér,“ sagði Hallgrímur. „Einhvers staðar verður þú að byrja. Af hverju gerirðu ekki eins og ég? Ég byrjaði í bókhaldinu hjá litlu fyrirtæki og eftir fimm ár var ég kominn með nægilegt fjármagn til að hefja rekstur upp á eigin spýtur.“

„Já, pabbi, ég hef heyrt þetta áður,“ svaraði sonurinn, „en þetta er ekki lengur mögulegt – nú láta allir endurskoða bókhaldið svo rækilega!“

2416.

2 Júl

Strákurinn minn er á erfiðum aldri. Hann er of ungur til að fá Visakort og of gamall til að fá vasapeninga.

2228.

28 Jún

Hjá okkur er heimilisbókhaldið í fullkomnu lagi. Upphæðin sem við skuldum er nákvæmlega jafn há og upphæðin sem við höfum eytt.

2184.

27 Jún

Konan mín hefur tilkynnt mér að hún sé búin að sjá hvernig við getum komist af á laununum okkar – en annað okkar verður að hætta að borða.