Tag Archives: Ferðalög

2925.

30 Apr

Leiðsögumaðurinn var að sýna hópi ferðamanna úr Hafnarfirði Péturskirkjuna í Róm.

„Sjáið þessa málningu í loftinu. Það tók sex menn átta ár að ljúka henni.“

„Þessu trúi ég.“ sagði ein frúin. „Við eigum við samskonar vandamál að stríða með iðnaðarmennina heima.“

Auglýsingar

2913.

19 Sep

Forvitinn ferðamaður var á leiðinni til útlanda í flugvél. Allt í einu þurfti hann að skreppa á klósettið. Hann fer á kamarinn og sest þar niður. Allt í einu tekur hann eftir litlum rauðum takka sem á stendur „A.T.R only for women.“ Ferðamaðurinn forvitni hafði aldrei tekið eftir þessum takka í öðrum flugvélum svo að hann ákvað að prófa og sjá hvað myndi gerast ef hann ýtti á takkann. Og hann ýtir og svo heyrast þessi svakalegu öskur. Tveim dögum seinna vaknar hann á sjúkrahúsi og hann skilur ekkert í því hvað hann er að gera þar og biður um lækni til þess að fá skýringar.

Læknirinn kemur og býður ferðamanninum góðan dagin og spyr hann svo hvort hann muni einhvað eftir því að hafa farið á klósettið um borð í flugvélinni sem hann flaug með. Ferðamaðurinn svaraði því játandi. Næst spurði læknirinn hvort hann hefði séð rauðan takka sem stóð á „A.T.R only for women.“ Hann svaraði því einnig játandi. Því næst spyr læknirinn hvort hann vissi hvað A.T.R þýddi. Því svaraði ferðamaðurinn neitandi og vildi ólmur fá að vita hvað það þýddi. Og læknirinn svaraði um hæl og sagði A.T.R þýðir Automatic Tampax Remover (Sjálfvirkur túrtappalosari).

2897.

3 Sep

Gömul bandarísk hjón eru á leið með leigubíl út á flugvöll. Á leiðinni á flugvöllinn spyr leigubílsstjórinn þeirra: „Hvert eruð þið að fara?“

Gamli maðurinn svarar: „Til Kanada.“

Konan spyr: „Hvað sagði hann?“

Maðurinn: „Hann spurði hvert við værum að fara.“

Leigubílsstjóri: „Hvar í Kanada?“

Maðurinn: „Toronto.“

Konan: „Hvað sagði hann?“

Maðurinn: „Hann spurði hvar í Kanada.“

Leigubílsstjóri: „Toronto? Þar fékk ég nú versta drátt sem ég hef fengið.“

Konan: „Hvað sagði hann?“

Maðurinn: „Hann man eftir þér frá því í gamla daga.“

2895.

30 Ágú

Jónas fór í ferðalag til Bandaríkjanna. Við komuna á flugvöllinn er honum heilsað af einum starfsmannanna:

„Góðan dag, herra Sinatra.“

Jónas: „Ég er ekki herra Sinatra. Ég heiti Jónas Jónsson.“

Þegar hann fer inn í leigubílinn segir leigubílsstjórinn: „Góðan dag, herra Sinatra.“

Jónas: „Ég er ekki Sinatra. Ég heiti Jónas Jónsson.“

Þegar hann kemur á hótelið, þá halda allir að hann sé Sinatra, en Jónas leiðréttir það alltaf. Loksins kemst hann þó upp á herbergi. En í rúminu í herberginu hans liggur falleg stúlka og segir: „Halló, Frank.“

Jónas: „Strangers in the night!“

2885.

16 Ágú

Jónas og Magnús fóru í tjaldferðalag um Evrópu. Á Ítalíu hittu þeir tvær stelpur og skemmtu sér mjög vel með þeim.

Þegar það var kominn tími til að fara í tjaldið, þá koma stelpurnar með þeim. Þegar þau koma á tjaldstæðið fara Magnús og stúlkan hans sína eigin leið, en Jónas og stúlkan hans fara inn í tjaldið. Stelpan byrjar að klæða sig úr og Jónas spyr hana hvað hún sé gömul.

„Þrettán ára.“ svarar stelpan.

Jónasi bregður dálítið við þennan unga aldur og segir við hana: „Farðu aftur í fötin og komdu þér út úr tjaldinu.“

Stelpan klæðir sig aftur í, en áður en hún fer út úr tjaldinu segir hún: „Ég hef aldrei hitt neinn jafn hjátrúarfullan og þig!“

2848.

10 Júl

Jónas og Guðmundur sátu og létu sér líða vel úti í sólinni einn góðan veðurdag þegar Svisslendingur á ferðalagi stoppaði hjá þeim og vildi fá upplýsingar.

„Entschuldigung, können Sie Deutsch sprechen?“ spurði hann. – Félagarnir störðu bara á móti.

„Excusez-moi, parlez vous Français?“ – Vinir okkar störðu enn.

„Palare Italiano?“ – Ekkert svar.

„¿Hablan ustedes Español?“ – Allt með kyrrum kjörum.

Svisslendingurinn sneri þá upp á sig og ók móðgaður í burtu.

Guðmundur sneri sér að Jónasi og sagði: „Heyrðu, það væri kannski ekki svo vitlaust að læra erlent tungumál?“

„Til hvers?“ spurði Jónas. „Þessi náungi kunni fjögur og græddi ekkert á því!“

2746.

8 Júl

Jóhannes var á leiðinni heim til sín úr viðskiptaferð þegar bíllinn hans bilaði á afskekktum sveitavegi. Hann gekk af stað í átt að næsta bóndabæ til að síma eftir aðstoð, en hafði ekki gengið lengi þegar glæsilegur sportbíll nam staðar við hlið hans.

„Get ég nokkuð liðsinnt þér?“ spurði stórfalleg, ung stúlka sem sat við stýrið.

Jóhannes útskýrði fyrir henni hvernig málum væri háttað og stúlkan sagði honum að hún byggi í litlu þorpi í um fimm kílómetra fjarlægð. Hún vildi endilega bjóða honum heim til sín og gefa honum að borða, og síðan gæti hann hringt á bílaverkstæði.

Jóhannes þáði að sjálfsögðu gott boð. Það tók nokkurn tíma að gera við bílinn og því var farið að birta af degi þegar hann kom loksins heim til sín.

„Hvar hefurðu eiginlega haldið þig?!“ öskraði konan hans. „Þú
ert úti alla nóttina, lætur ekki vita af þér…“

„Bíllinn bilaði og það var falleg, ung stúlka í sportbíl sem hjálpaði mér og bauð mér að borða hjá sér og, svo…“

„Ekki eitt orð í viðbót!“ æpti konan hans. „Ég er búin að fá nóg af þessum lygum þínum. Þú hefur enn einu sinni farið að spila með strákunum!“