Tag Archives: Eiginmenn

2862.

22 Júl

AUGLÝSINGAR FRÁ ALMANNAÞJÓNUSTU VÍÐS VEGAR UM HEIMINN:

Bandaríkin: Klukkan er tíu. Veistu hvar börnin þín eru?


Ítalía: Klukkan er tíu. Veistu hvar maðurinn þinn er?


Frakkland: Klukkan er tíu. Veistu hvar konan þín er?


Pólland: Klukkan er tíu. Veistu hvað klukkan er?

Auglýsingar

2840.

10 Júl

Læknirinn: „Hvernig líður manninum þínum, Ingibjörg mín?“

Ingibjörg: „Ja, stundum er hann skárri, og stundum er hann verri, en miðað við hvernig hann nöldrar og nauðar þegar hann er skárri, þá finnst mér hann eiginlega skárri þegar hann er verri.“

2784.

9 Júl

Maðurinn minn á sér einkennilegt tómstundagaman. Hann situr allan daginn úti í horni og safnar ryki.

2754.

9 Júl

„Maðurinn þinn er svo gáfaður og klár. Ég er viss um að hann veit allt.“

„Láttu ekki svona. Hann grunar ekki vitund.“

2744.

8 Júl

„Eru gáfaðir menn góðir eiginmenn?“

„Gáfaðir menn gifta sig ekki.“

2743.

8 Júl

Nú er komið hjálpartæki sem vinnur öll heimilisstörfin. Það er kallað eiginmaður.

2742.

8 Júl

Vala: „Maðurinn minn lætur allt eftir mér sem ég bið hann um.“

Vaka: „Kannski ferðu bara ekki fram á nógu mikið.“