Tag Archives: Dýr

2907.

13 Sep

Það var aðfangadagskvöld jóla og þjófur var búinn að brjótast inn í hús eitt. Skyndilega heyrir hann rödd sem segir: „Jesús sér þig.“

Þjófurinn lítur í kring um sig en sér engan og hugsar: „Þetta hlýtur að vera ímyndun.“ og heldur því næst áfram að leita að verðmætum. En þá heyrir hann aftur rödd sem segir: „Jesús sér þig.“

Nú reynir þjófurinn að finna eiganda raddarinnar og finnur páfagauk í búri. „Sagðir þú þetta?“ spyr þjófurinn.

„Já“ segir páfagaukurinn „og Jesús sér þig.“

„Hver heldurðu eiginlega að þú sért?“ spyr þjófurinn.

„Ég er Róbert.“ svarar páfagaukurinn.

„Róbert?“ spyr þjófurinn. „Hvaða hálfvita dettur í hug að kalla páfagaukinn sinn Róbert?“

„Sama hálfvitanum og dettur í hug að kalla Rottweiler varðhundinn sinn Jesús.“ svarar páfagaukurinn.

Auglýsingar

2898.

4 Sep

Maður kemur á bensínstöð og lætur fylla bílinn. Afgreiðslumaðurinn sér tvær mörgæsir inni í bílnum. Hann spyr bíleigandann hvað mörgæsirnar séu að gera þarna. Maðurinn segist ekki vita það, þannig að afgreiðslumaðurinn segir: „Ég mundi fara með þær í dýragarðinn.“

„Góð hugmynd!“ segir maðurinn og keyrir í burtu.

Daginn eftir kemur maðurinn aftur á bensínstöðina með mörgæsirnar í bílnum.

Afgreiðslumaður: „Fórstu ekki með þær í dýragarðinn?“

Maðurinn: „Jú, og í dag ætlum við að fara í bíó!“

2896

31 Ágú

Magnús er að bíða við gangbrautarljós, þegar blindur maður kemur ásamt blindrahundi. Nú kviknar á græna ljósinu, en í staðinn fyrir að hjálpa manninum yfir, þá lyftir hundurinn afturlöppinni upp og pissar á eiganda sinn. Blindi maðurinn nær í kexköku úr vasa sínum og gefur hundinum hana. Magnús er furðu lostinn yfir þessu atviki og segir við manninn:

„Ef þetta væri hundurinn minn, þá myndi ég sparka í rassinn á honum.“

Sá blindi svarar rólega: „Ég ætla líka að gera það, en fyrst verð ég að vita hvar hausinn á honum er.“

2894.

29 Ágú

Maður gengur inn á bar og býður hverjum sem getur fengið hestinn hans til að hlæja 5000 krónur. Einn af gestunum hvíslar einhverju að hestinum og hesturinn fer samstundis að skellihlæja.

Í næstu viku kemur maðurinn aftur með hestinn. Núna býður hann hverjum sem getur fengið hestinn til að gráta 10.000 krónur. Gaurinn sem fékk 5000 kallinn í síðustu viku fer með hestinn inn á klósett. Hesturinn kemur aftur fram af klósettinu hágrátandi.

Eiganda hestsins finnst þetta nú í meira lagi furðulegt og spyr manninn hvernig hann hafi farið að þessu.

„Sko.“ segir hann. „Í síðustu viku sagði ég hestinum að ég væri með stærra typpi heldur en hann og núna áðan sýndi ég honum það.“

2880.

10 Ágú

Maður gengur inn á bar með hundinn sinn og pantar tvö viskýglös, eitt fyrir hundinn og eitt fyrir sjálfan sig. Þeir klára báðir úr glösunum sínum.

Þjónustustúlkan er mjög hissa á þessu og spyr manninn: „Getur hundurinn þinn gert eitthvað meira?“

„Það held ég nú.“ svarar maðurinn. „Hann getur meira að segja haft samfarir við konu.“

Af einskærri forvitni fer stúlkan með manninn og hundinn inn í lítið herbergi fyrir ofan barinn. Full eftirvæntingar klæðir hún sig úr og leggst í rúm sem er inni í herberginu. En hundurinn horfir bara á hana og gerir ekki neitt.

„Það er alltaf sama sagan með þig!“ öskrar maðurinn á hundinn. „Horfðu vel á mig. Nú sýni ég þér einu sinni enn hvernig þú átt að gera þetta.“

2879.

9 Ágú

Baldur er mjög graður og veit ekki hvað hann á að gera í þessu. Hann fer í vasa sinn og finnur fimmhundruðkrónaseðil. Hann fer því inn á næsta vændishús. Konan í afgreiðslunni opnar fyrir honum og spyr hvað hún geti gert fyrir hann.

„Ég er mjög graður“ segir Baldur, „En ég á bara 500 kall. Hvað get ég fengið fyrir það?“

Afgreiðslukonan fylgir honum inn í herbergi og þar inni í einu horninu er hæna. Baldur hugsar sig um í dálítinn tíma og hugsar með sér að þetta geti ekki verið svo slæmt. Hann réttir konunni peninginn og hún lokar hurðinni. Baldur klæðir sig úr og tekur hænuna og hefur ekki skemmt sér svona vel í langan tíma.

Einni viku síðar kemur Baldur aftur og er aftur orðinn graður. Núna er hann með 1000 kall á sér og spyr hvað hann geti fengið fyrir hann.

„Við erum með sérstaka sýningu sem kostar einmitt 1000 krónur.“ segir konan og fer með Baldur í sal þar sem fólk situr á bekkjum. Stuttu síðar slökkna ljósin og tjöld fara frá sviði sem er þarna inni. Á sviðinu er spegill og í speglinum sjást tvær konur. Eftir stutta stund byrja þær að afklæða hvor aðra og hefja svo eldheitan ástarleik.

Enn einu sinni finnst Baldri að hann hafi fengið peninganna virði. Hann snýr sér að sessunaut sínum og segir: „Þetta er nú býsna góð sýning fyrir 1000 kall.“

Maðurinn svarar Baldri: „Þetta er nú ekkert. Í síðustu viku sáum við mann sem gerði það með hænu.“

2875.

5 Ágú

Maður sem var í göngutúr uppi í sveit kom að bónda og stórri kindahjörð. Hann segir við bóndann: „Ég skal veðja 10.000 krónum á móti einni af kindinni þinni að ég get sagt þér hvað þær eru margar.

„Bóndinn er viss um að vinna þetta veðmál, þannig að hann slær til.

„Þetta eru 973 kindur“ segir maðurinn.

„Það er rétt hjá þér.“ segir bóndinn. „Jæja, ég stend við loforðið mitt. Taktu eina kind.“

Maðurinn tekur eina upp, en þá segir bóndinn: „Bíddu, gefðu mér tækifæri til að vinna kindina aftur. Ég skal veðja við þig að ég geti sagt við hvað þú vinnur.“

Maðurinn samþykkir þetta.

„Þú ert alþingismaður.“ segir bóndinn.

„Ótrúlegt!“ segir maðurinn. „Þetta er rétt hjá þér. Hvernig vissirðu það?“

Bóndinn svarar: „Settu hundinn minn niður og þá skal ég segja þér það.“