Tag Archives: Drykkja

2923.

28 Apr

Kona horfði með fyrirlitningu á drykkjumann sem lá utan í húsvegg:

„Ég skil ekki hvernig menn geta haft ánægju af því að breyta sér í skepnur!“

Drykkjumaðurinn svaraði: „Það er til að losna við þá áþján að vera maður!“

Auglýsingar

2890.

25 Ágú

Á efstu hæð í skýjakljúfi í stórborg var bar. Á barnum var einn náungi sem var orðinn mjög fullur. Hann bað þjóninn um tequila, síðan fór hann út á svalir og stökk niður. Nokkrum mínútum síðar birtist hann aftur á barnum, alveg sprelllifandi. Þetta endurtók sig nokkrum sinnum.

Annar maður, sem hafði verið að fylgjast með þessu spurði manninn hvernig hann færi að þessu: „Þú drekkur og drekkur, hoppar niður af svölunum og kemur aftur lifandi. Hvernig gerirðu þetta?“

„Þetta er ósköp einfalt.“ svarar hinn. „Tequilaglasið færir þér þyngdarleysi. Þegar ég er að því kominn að lenda á jörðinni, þá hægi ég á mér og lendi mjúklega. Þetta er mjög gaman. Þú ættir að reyna þetta.“

Maðurinn er orðinn mjög spenntur og ákveður þess vegna að reyna þetta. Hann fer á barinn, fær sér tequila, fer út á svalir, stekkur niður, en lendir harkalega niðri á jörðinni og deyr.

Barþjónninn lítur hatursaugum á þann sem eftir er og segir: „Þú mátt ekki láta svona þegar þú ert fullur, Súperman.“

2889.

22 Ágú

Hjón eru að tala saman.

Hún: „Fyrir fimm vikum bað Jónas mig um að giftast sér, en ég sagði nei. Og síðan þá hefur hann ekki verið ódrukkinn.“

Hann: „Æ, en leiðinlegt. Hann hefði nú átt að vera hættur að fagna eftir svossum eina viku.“

2855.

15 Júl

Davíð kom skröltandi heim til sín klukkan hálffjögur að nóttu eftir að hafa verið úti á krá með félögum sínum. Hann fór úr skónum til að vekja ekki Katrínu konuna sína.

Hann læddist hljóðlega að stiganum sem lá upp í svefnherbergið, en tók ekki eftir síðustu tröppunni og datt um hana. Sem betur fer náði hann taki á handriðinu en datt beint á rassinn. Við fallið brotnuðu tvær viskýflöskur sem hann geymdi í rassvösunum og sársaukinn minnkaði ekki við glerbrotin.

Hann náði þó að halda aftur af öskrinu. Hann stóð upp, girti buxurnar niður um sig og leit í spegilinn. Í speglinum sá hann að það blæddi úr báðum rasskinnunum. Hann fann sér því fullan kassa af plástrum og reyndi eins og hann gat að hylja sárin með plástrum.

Eftir að hafa næstum því tæmt plástrakassan skjögraði hann inn í svefnherbergi og lagðist í rúmið.

Um morguninn vaknaði hann við sársaukann og Katrín horfði á hann.

„Þú hefur verið á fylleríi eina ferðina enn, er það ekki?“ spurði hún.

„Af hverju spyrðu?“ svaraði Davíð.

„Nú,“ sagði Katrín. „Það gæti verið opna útidyrahurðin. Það gætu verið glerbrotin efst í tröppunum. Það gæti verið slóðin af blóðdropum um allt húsið. Það gætu verið blóðhlaupin augun í þér – en það sem vakti mestu grunsemdirnar hjá mér eru plástrarnir á speglinum.“

2678.

7 Júl

Ríka frænkan hans Frikka var í heimsókn og Frikki hafði fengið fyrirmæli um að hegða sér vel og vera kurteis við hana. Allt gekk vel, en þegar sest var að kaffiborðinu fór Frikki að ókyrrast. Að lokum gat hann ekki stillt sig og spurði:

„Heyrðu, frænka, hvenær ætlarðu að gera brelluna þína?“

„Hvaða brellu, væni minn?“ spurði frænkan undrandi.

„Hann pabbi segir að þú getir drukkið eins og svín.“

2331.

30 Jún

Fylliraftur nokkur var á slangri meðfram höfninni og varð þá var við mann sem fallið hafði í sjóinn og barðist fyrir lífi sínu.

„Hjálp, hjálp!“ kallaði maðurinn. „Ég kann ekki að synda!“

„Svona, svona!“ kallaði fyllirafturinn á móti. „Ég kann ekki að spila á píanó, en ég er ekki að góla það út um allt!“

2297.

29 Jún

Fylliraftur slagaði eftir götunni með sína brennivínsflöskuna í hvorum frakkavasa. Allt í einu hrasaði hann og féll flatur á jörðina.

Þegar hann fór að reyna að skreiðast á fætur fann hann einhverja bleytu framan á sér. Hann þreifaði á bleytunni með puttunum, góndi svo á þá og tuldraði síðan: „Gvusélofl Þetter bara blóð!“