Tag Archives: Bók

2673.

7 Júl

Þótt ekki sé hægt að lesa stelpu eins og opna bók getur verið býsna gaman að fletta í gegnum hana.

Auglýsingar

2133.

26 Jún

„Hefurðu lesið Íslensku alfræðibókina?“

„Nei, ég ætla að bíða eftir bíómyndinni.“

2103.

26 Jún

„Ég veit ekki hvað ótti er.“

„Hefurðu reynt að gá í orðabók?“

2071.

25 Jún

„Hvar er alltaf hægt að finna peninga?“

„Hjá Orðabók Háskólans.“

2039.

24 Jún

„Hvar getur maður treyst því að finna hamingju?“

„Í Orðabók Menningarsjóðs.“

2007.

24 Jún

Mér finnst miklu fljótlegra að fletta upp í orðabókinni en áður, eftir að ég uppgötvaði að orðin eru öll í stafrófsröð.

1974.

23 Jún

„Veistu hvar hægt er að finna ræðuna mína á prenti, frá orði til orðs?“

„Já, í Orðabók Menningarsjóðs.“