Tag Archives: Bílstjóri

2932.

8 Maí

Væskilslegur gamall maður sat og borðaði inni á veitingastað þegar þrír leðurklæddir mótorhjólatöffarar ruddust inn á staðinn. Sá fyrsti gekk upp að gamla manninum, tók sígarettu úr munninum, drap í henni í kökusneið gamla mannsins og settist hjá honum við borðið.

Annar gekk að manninum, hrækti í mjólkurglas mannsins og settist hjá honum við borðið.

Sá þriðji gekk að manninum, henti matardisknum hans niður á gólfið og settist hjá honum við borðið.

Án þess segja nokkuð stóð maðurinn upp frá borðinu og gekk út af veitingastaðnum.

Skömmu síðar sögðu mótorhjólatöffararnir við þjónustustúlkuna: „Þetta var nú meiri auminginn.“

„Já,“ sagði þjónustustúlkan. „Svo er hann líka ömurlegur vörubílstjóri. Þegar hann fór áðan bakkaði hann vörubílnum yfir þrjú mótorhjól hérna fyrir utan.

Auglýsingar

2920.

25 Apr

Það óhapp varð ekki fyrir löngu að vörubílstjóri úr Hafnarfirði rak pallinn á bílnum sínum í rafmagnslínu á Suðurnesjum með þeim afleiðingum að rafmagnslaust varð á svæðinu talsverðan tíma.

Þegar ljóst var hvað hafði gerst komu að rafmagnseftirlitsmenn. Hafnfirski vörubílstjórinn innti þá eftir því hversu mikil spenna hefði verið á línunni. Þegar honum hafði verið svarað, spurði hann:

„Þrjátíu og þrjú þúsund volt – er það mikið?“

2914.

20 Sep

Viðskiptajöfur fór í helgarferð til Vegas í fjárhættuspil. Hann tapaði öllu nema 50 kalli og hálfum flugmiðanum sínum. Ef hann kæmist á flugvöllinn myndi hann koma sér heim. Hann fór því út úr spilavítinu og inn í leigubíl sem var þar fyrir utan. Hann útskýrði aðstæður sínar fyrir leigubílstjóranum og lofaði að senda honum pening þegar hann væri kominn heim. Hann bauð honum einnig númer af öllum greiðslukortunum sínum, en allt kom fyrir ekki.

Leigubílstjórinn sagði bara: „Ef þú átt ekki 1000 kall, drullaðu þér þá út úr bílnum.“ Þannig að vinur okkar varð að húkka sér far á flugvöllinn.

Ári síðar var viðskiptajöfurinn búinn að endurheimta meirihlutann af peningunum sínum og fór aftur til Vegas í fjárhættuspil. Í þetta skipti gekk honum mun betur. Að spilinu loknu fór hann út í leigubíl til að fara aftur út á flugvöll. En hvern skildi hann hafa séð, annan en leigubílstjórann sem neitaði honum um far fyrir einu ári.

Nú skildi vinur vor sko hefna sín. Hann fór inn í fyrsta leigubílinn sem var í röðinni og spurði bílstjórann: „Hvað kostar far út á flugvöllinn?“

„1000 kall.“ var svarið.

„En hvað viltu borga mér fyrir að hafa mök við mig á leiðinni?“ spurði viðskiptajöfurinn.

„Hvað!!!!??? Komdu þér út eins og skot!!!!!“

Þetta endurtók jöfurinn í hverjum einasta bíl þangað til hann kom inn í seinasta bílinn, en þar var bílstjórinn sem hafði neitað honum um far.

Vinur okkar spurði hann: „Hvað kostar far út á flugvöll?“

„1000 kall“ svaraði bílstjórinn og jöfurinn rétti honum 1000 kall.

Þegar þeir keyrðu framhjá hinum leigubílunum brosti vinur okkar framan í alla hina bílstjórana með sælusvip og sýndi þeim þumalputtana.

2902.

8 Sep

Flutningabílsstjóri nokkur var vanur að skemmta sér með því að keyra á lögfræðinga sem hann sá á göngu meðfram veginum. Dag nokkurn sá hann hins vegar prest á veginum, sem var að húkka far. Bílsstjórinn okkar stoppar, ákveður að gefa prestinum far og finnst að hann sé með þessu að gera stórt góðverk. Hann spyr prestinn: „Á hvaða leið ert þú, faðir?“

„Ég er á leiðinni í kirkjuna, sem er tíu kílómetra héðan.“

„Ekkert mál, séra minn. Ég skal skutla þér þangað. Komdu inn.“

Presturinn stekkur upp í og þeir aka af stað.

Skyndilega sér bílstjórinn lögfræðing á gangi og býr sig undir að keyra á hann. En þá man hann að hann er með prest í bílnum, þannig að hann hættir við. En allt í einu heyrist KRASSS fyrir utan bílinn. Bílstjórinn verður órólegur og lítur í speglana. Þegar hann sér ekkert snýr hann sér að prestinum og segir: „Fyrirgefðu, séra minn. Ég var næstum því búinn að keyra á þennan lögfræðing.“

„Allt í lagi,“ segir presturinn. „Ég náði honum með hurðinni!“

2901.

7 Sep

Maður kemur út af barnum og keyrir í burtu. Skömmu síðar er hann stoppaður af löggunni.

Lögreglumaður: „Góða kvöldið. Við erum að kanna hvort að fólk sé að aka undir áhrifum áfengis. Blástu nú í þetta tæki.“

Maðurinn: „Ég get það ekki. Ég er með asma. Ef að ég blæs í tækið, þá kafna ég.“

Lögreglumaður: „Jæja, þá tökum við blóðsýni úr þér.“

Maður: „Það er ekki hægt heldur. Ég þjáist af blóðleysi og ef þú stingur nál í mig, þá blæðir mér til dauða.“

Lögreglumaður: „Komdu þá út úr bílnum og labbaðu hérna eftir hvítu línunni.“

Maður: „Ég get það ekki heldur.“

Lögreglumaður: „Af hverju ekki?“

Maður: „Ég allt of fullur til þess.“

2626.

6 Júl

Maður nokkur var að aka um þjóðveginn í Borgarfirði. Allt í einu sá hann hvar ungur maður hljóp eins og fætur toguðu eftir veginum og á hæla hans hlupu þrír stórir og grimmdarlegir hundar og geltu ákaft. Maðurinn flýtti sér að stöðva bílinn við hlið unga mannsins, opnaði dyrnar og kallaði: „Fljótur nú, sestu upp í!“

„Þakka þér kærlega,“ sagði ungi maðurinn. „Það eru svo fáir sem vilja bjóða mér far þegar ég er með hundana meðferðis.“

2502.

4 Júl

Gutti glanni var að aka um brattan og mjóan fjallveg, þar sem hengiflug var á aðra hönd. Vini hans, sem var farþegi í bílnum, leist ekki á ökulagið hjá Gutta. Hann stundi upp:

„Gutti, ég er logandi hræddur í hvert skipti sem þú ferð í einhverja af þessum kröppu beygjum hérna.“

„Gerðu þá eins og ég,“ sagði Gutti kampakátur. „Lokaðu augunum.“