Tag Archives: Bíll

2920.

25 Apr

Það óhapp varð ekki fyrir löngu að vörubílstjóri úr Hafnarfirði rak pallinn á bílnum sínum í rafmagnslínu á Suðurnesjum með þeim afleiðingum að rafmagnslaust varð á svæðinu talsverðan tíma.

Þegar ljóst var hvað hafði gerst komu að rafmagnseftirlitsmenn. Hafnfirski vörubílstjórinn innti þá eftir því hversu mikil spenna hefði verið á línunni. Þegar honum hafði verið svarað, spurði hann:

„Þrjátíu og þrjú þúsund volt – er það mikið?“

Auglýsingar

2772.

9 Júl

„Af hverju hrekkurðu alltaf í kút þegar þú heyrir bíl nema staðar?“

„Konan mín stakk af í síðustu viku og ég er svo hræddur um að hún komi aftur.“

2746.

8 Júl

Jóhannes var á leiðinni heim til sín úr viðskiptaferð þegar bíllinn hans bilaði á afskekktum sveitavegi. Hann gekk af stað í átt að næsta bóndabæ til að síma eftir aðstoð, en hafði ekki gengið lengi þegar glæsilegur sportbíll nam staðar við hlið hans.

„Get ég nokkuð liðsinnt þér?“ spurði stórfalleg, ung stúlka sem sat við stýrið.

Jóhannes útskýrði fyrir henni hvernig málum væri háttað og stúlkan sagði honum að hún byggi í litlu þorpi í um fimm kílómetra fjarlægð. Hún vildi endilega bjóða honum heim til sín og gefa honum að borða, og síðan gæti hann hringt á bílaverkstæði.

Jóhannes þáði að sjálfsögðu gott boð. Það tók nokkurn tíma að gera við bílinn og því var farið að birta af degi þegar hann kom loksins heim til sín.

„Hvar hefurðu eiginlega haldið þig?!“ öskraði konan hans. „Þú
ert úti alla nóttina, lætur ekki vita af þér…“

„Bíllinn bilaði og það var falleg, ung stúlka í sportbíl sem hjálpaði mér og bauð mér að borða hjá sér og, svo…“

„Ekki eitt orð í viðbót!“ æpti konan hans. „Ég er búin að fá nóg af þessum lygum þínum. Þú hefur enn einu sinni farið að spila með strákunum!“

2501.

4 Júl

„Af hverju ókstu svona hratt?“ spurði lögregluþjónninn ökumanninn.

„Ja, sko, bremsumar eru bilaðar og ég var að flýta mér á verkstæði áður en ég lenti í slysi.“

2412.

2 Júl

„Konan mín hljópst á brott með öðrum manni í bílnum mínum.“

„Almáttugur! Var það nýi bíllinn?“

2411.

2 Júl

„Gáðu að hvernig þú keyrir, maður. Þú varst nærri farinn út af!“

„Nú, ég hélt að þú ækir bílnum.“

2409.

2 Júl

„Hver ók þegar bíllinn lenti á staurnum?“

„Enginn, lögregluþjónn. Við vorum öll í aftursætinu.“