Tag Archives: Ást

2883.

13 Ágú

Sjötíu ára maður er yfir sig ástfanginn af tuttugu ára stúlku. En þessi ást er ekki gagnkvæm. Sá gamli ákveður því að gera eitthvað í því. Hann fer í líkamsrækt og lýtaaðgerðir ásamt mörgu öðru. Allt gerir hann til þess að líta út fyrir að vera yngri. Það heppnast svo vel að nokkrum vikum síðar er hann búinn að giftast stúlkunni. En þá gerist óhappið. Strætisvagn ekur á hann og hann deyr. Hann labbar því öskureiður upp að Gabríel erkiengli við Gullna hliðið og segir: „Hvernig gastu gert mér þetta. Ég var loksins búinn að fá það sem ég þráði!“

Gabríel hlær og segir: „Fyrirgefðu, ég bara þekkti þig ekki.“

Auglýsingar

2761.

9 Júl

„Þú elskaðir mig miklu meira þegar við vorum trúlofuð.“

„Ef satt skal segja, elskan mín, þá hef ég aldrei verið mikið fyrir giftar konur.“

2671.

7 Júl

Áður fyrr roðnuðu stelpur þegar þær fóru hjá sér. Nú fara þær hjá sér þegar þær roðna.

2666.

7 Júl

Ungi maðurinn spurði gamla prestinn: „Er það í raun og veru synd að sofa hjá stelpu sem maður er ástfanginn af?“

„Ónei,“ sagði presturinn. „En þið ungu mennirnir látið ykkur nú sjaldnast nægja að sofa.“

2664.

7 Júl

„Hann elskar þig alveg hræðilega.“

„Já, ég hef nú reynt að segja honum það.“

2559.

5 Júl

Þótt ég sé búinn að vera giftur í öll þessi ár er ég ennþá ástfanginn upp fyrir haus. Ég vona bara að konan mín komist ekki að því.

2452.

3 Júl

„Hvað varð af myndarlega manninum sem var vanur að senda þér blóm í hverri viku?“

„Hann giftist stelpunni í blómabúðinni.“