Tag Archives: Aldur

2905.

11 Sep

80 ára maður fer í sína árlegu læknisskoðun og læknirinn segir: „Þú ert í besta líkamlega ástandi sem nokkur maður á þínum aldri getur verið í“

Gamli maðurinn svarar: „Já, því er að þakka að ég hef lifað trúarlegu lífi alla mína ævi.“

Læknirinn spyr: „Og hvað kemur það málinu við?“

Og gamli félaginn svarar: „Sjáðu til. Ef að ég myndi ekki lifa trúarlegu lífi, þá myndi guð ekki kveikja ljósið á baðherberginu í hvert skipti sem ég fer þangað á nóttunni.“

En lækninum var brugðið og spurði: „Meinarðu að þú farir á klósettið á nóttunni og sjálfur guð kveiki ljósið fyrir þig?“

„Já,“ svarar sá gamli. „Í hvert einasta skipti sem ég fer inn á bað þá kveikir guð ljósið fyrir mig.“

Læknirinn varð alveg orðlaus, en skömmu síðar kemur kona mannsins inn í skoðun. Læknirinn sér sig knúinn til að segja henni að maðurinn hennar sé í mjög góðu líkamlegu ástandi, en er hræddur um að andlegt ástand hans sé ekki eins gott: „Hann sagði mér að guð kveikti ljósið fyrir sig þegar hann færi á klósettið á nóttunni.“

„Aha!!!“ segir konan. „Það er þá hann sem hefur pissað í ísskápinn!“

Auglýsingar

2887.

19 Ágú

Kata fékk fréttir af því að afi hennar væri nýlátinn og fór því í heimsókn til ömmu sinnar – sem var 95 ára – til að veita henni huggun og félagsskap.

Kata spurði ömmu úr hverju afi sinn hefði dáið.

„Hann fékk hjartaáfall á meðan við vorum uppi í rúmi að njóta ásta á sunnudagmorguninn.“ svaraði amman.

Kata sagði ömmu sinni að það gæti nú verið hættulegt fyrir fólk að stunda kynlíf á þessum aldri, orðin næstum því hundrað ára.

„Nei, elskan mín. Alls ekki.“ sagði amman. „Fyrir mörgum árum, þegar við uppgötvuðum að við vorum ekki lengur ung, komumst við að því að besti tíminn til að gera það væri á sunnudagsmorgnum þegar kirkjuklukkurnar byrja að hringja. Þær gáfu okkur alveg rétta taktinn. Góðan, hægan og ákveðinn. Inn á ding-inu og út á dong-inu.“

Hún gerði hlé á máli sínu til að þurrka tárin úr augunum, en hélt svo áfram: „Og afi þinn væri líklega enn á lífi ef ísbíllinn hefði ekki komið á sama tíma.“

2883.

13 Ágú

Sjötíu ára maður er yfir sig ástfanginn af tuttugu ára stúlku. En þessi ást er ekki gagnkvæm. Sá gamli ákveður því að gera eitthvað í því. Hann fer í líkamsrækt og lýtaaðgerðir ásamt mörgu öðru. Allt gerir hann til þess að líta út fyrir að vera yngri. Það heppnast svo vel að nokkrum vikum síðar er hann búinn að giftast stúlkunni. En þá gerist óhappið. Strætisvagn ekur á hann og hann deyr. Hann labbar því öskureiður upp að Gabríel erkiengli við Gullna hliðið og segir: „Hvernig gastu gert mér þetta. Ég var loksins búinn að fá það sem ég þráði!“

Gabríel hlær og segir: „Fyrirgefðu, ég bara þekkti þig ekki.“

2876.

6 Ágú

Sjúklingur: Læknir, ég vil verða 120 ára. Hvað á ég að gera til að lifa svo lengi?

Læknir: Það er auðvelt. Komdu ekki nálægt áfengi, konum, sígarettum, ruslfæði og fjárhættuspilum.

Sjúklingur: Verð ég þá 120 ára?

Læknir: Kannski ekki, en ævin virðist allavegana vera mjög lengi að líða.

2800.

9 Júl

Konráð gamli: „Læknir, ég hef áhyggjur af minnkandi getu minni.“

Læknirinn: „Meinarðu í ástalífinu?“

Konráð: „Já.“

Læknirinn: „En þú ert orðinn níutíu og þriggja ára gamall, svo að það er kannski ekki von á öðru.“

Konráð: „En Níels er fimm árum eldri en ég og hann segist enn vera í fullu fjöri.“

Læknirinn: „Nú, getur þú ekki sagt það sama?“

2677.

7 Júl

„Pabbi, hvenær verð ég nógu gamall til að gera allt sem mig langar til?“

„Ég veit það ekki. Enn hefur enginn orðið svo gamall.“

2667.

7 Júl

Hvenær er erfiðast að fá stelpurnar í háttinn?

Þegar þær eru svona átján ára.