Tag Archives: Áfengi

2901.

7 Sep

Maður kemur út af barnum og keyrir í burtu. Skömmu síðar er hann stoppaður af löggunni.

Lögreglumaður: „Góða kvöldið. Við erum að kanna hvort að fólk sé að aka undir áhrifum áfengis. Blástu nú í þetta tæki.“

Maðurinn: „Ég get það ekki. Ég er með asma. Ef að ég blæs í tækið, þá kafna ég.“

Lögreglumaður: „Jæja, þá tökum við blóðsýni úr þér.“

Maður: „Það er ekki hægt heldur. Ég þjáist af blóðleysi og ef þú stingur nál í mig, þá blæðir mér til dauða.“

Lögreglumaður: „Komdu þá út úr bílnum og labbaðu hérna eftir hvítu línunni.“

Maður: „Ég get það ekki heldur.“

Lögreglumaður: „Af hverju ekki?“

Maður: „Ég allt of fullur til þess.“

Auglýsingar

2834.

10 Júl

Andrea: „Læknirinn segir að það megi kenna brennivíninu um öll þín veikindi. Hann segir að þú megir ekki bragða einn einasta dropa.“

Indriði: „Hvað ,ertu að segja! Ekki datt mér í hug að þetta væri svona alvarlegt. Ég hélt að ég þyrfti bara í uppskurð.“

2818.

10 Júl

„Pabbi er alltaf með flensu.“

„Ég skal segja þér, að það er eitt ráð sem dugir við flensu. Það er að drekka nógu mikið viskí.“

„Já, þess vegna er pabbi alltaf með flensu.“

2788.

9 Júl

Skurðlæknir nokkur gekk einn daginn í gegnum kirkjugarðinn og kom þar auga á hvar grafarinn sat makindalega á leiði og drakk úr bjórflösku.

„Heyrðu, góði!“ kallaði læknirinn. „Hvernig dettur þér í hug að slæpast og þamba bjór í sjálfum kirkjugarðinum! Hunskastu að verki, annars kvarta ég við prestinn!“

„Ég hefði nú haldið að þú yrðir manna seinastur til að kvarta yfir mínum störfum,“ svaraði grafarinn, „þegar höfð eru í huga öll þau mistök þín sem ég hef þurft að hylja moldu.“

2750.

8 Júl

„Ég var að frétta að konan þín hefði farið frá þér: Viltu að ég komi og hjálpi þér að drekkja sorgum þínum?“

„Nei, það er ekki hægt núna.“

„Nú, af hverju ekki? Áttu ekkert brennivín?“

„Jú – en engar sorgir.“

2659.

7 Júl

Gesturinn: „Hvað er eiginlega að þessu borði? Það titrar og riðar til og frá.“

Þjónninn: „Gesturinn sem sat við það áðan hellti víni yfir það og það er ekki runnið af því ennþá.“

2650.

6 Júl

„Afi minn dó þegar hann var níræður.“

„Nú, hvað var það sem fór með hann í gröfina?“

„Æ, það var brennivínið og kvenfólkið.“

„Þarna sérðu. Sollurinn drepur mann á endanum.“

„Nei, málið var að hvorugt lá á lausu á elliheimilinu, svo að hann dó úr leiðindum.“