Sarpur | Slysfarir RSS feed for this section

2920.

25 Apr

Það óhapp varð ekki fyrir löngu að vörubílstjóri úr Hafnarfirði rak pallinn á bílnum sínum í rafmagnslínu á Suðurnesjum með þeim afleiðingum að rafmagnslaust varð á svæðinu talsverðan tíma.

Þegar ljóst var hvað hafði gerst komu að rafmagnseftirlitsmenn. Hafnfirski vörubílstjórinn innti þá eftir því hversu mikil spenna hefði verið á línunni. Þegar honum hafði verið svarað, spurði hann:

„Þrjátíu og þrjú þúsund volt – er það mikið?“

Auglýsingar

2913.

19 Sep

Forvitinn ferðamaður var á leiðinni til útlanda í flugvél. Allt í einu þurfti hann að skreppa á klósettið. Hann fer á kamarinn og sest þar niður. Allt í einu tekur hann eftir litlum rauðum takka sem á stendur „A.T.R only for women.“ Ferðamaðurinn forvitni hafði aldrei tekið eftir þessum takka í öðrum flugvélum svo að hann ákvað að prófa og sjá hvað myndi gerast ef hann ýtti á takkann. Og hann ýtir og svo heyrast þessi svakalegu öskur. Tveim dögum seinna vaknar hann á sjúkrahúsi og hann skilur ekkert í því hvað hann er að gera þar og biður um lækni til þess að fá skýringar.

Læknirinn kemur og býður ferðamanninum góðan dagin og spyr hann svo hvort hann muni einhvað eftir því að hafa farið á klósettið um borð í flugvélinni sem hann flaug með. Ferðamaðurinn svaraði því játandi. Næst spurði læknirinn hvort hann hefði séð rauðan takka sem stóð á „A.T.R only for women.“ Hann svaraði því einnig játandi. Því næst spyr læknirinn hvort hann vissi hvað A.T.R þýddi. Því svaraði ferðamaðurinn neitandi og vildi ólmur fá að vita hvað það þýddi. Og læknirinn svaraði um hæl og sagði A.T.R þýðir Automatic Tampax Remover (Sjálfvirkur túrtappalosari).

2890.

25 Ágú

Á efstu hæð í skýjakljúfi í stórborg var bar. Á barnum var einn náungi sem var orðinn mjög fullur. Hann bað þjóninn um tequila, síðan fór hann út á svalir og stökk niður. Nokkrum mínútum síðar birtist hann aftur á barnum, alveg sprelllifandi. Þetta endurtók sig nokkrum sinnum.

Annar maður, sem hafði verið að fylgjast með þessu spurði manninn hvernig hann færi að þessu: „Þú drekkur og drekkur, hoppar niður af svölunum og kemur aftur lifandi. Hvernig gerirðu þetta?“

„Þetta er ósköp einfalt.“ svarar hinn. „Tequilaglasið færir þér þyngdarleysi. Þegar ég er að því kominn að lenda á jörðinni, þá hægi ég á mér og lendi mjúklega. Þetta er mjög gaman. Þú ættir að reyna þetta.“

Maðurinn er orðinn mjög spenntur og ákveður þess vegna að reyna þetta. Hann fer á barinn, fær sér tequila, fer út á svalir, stekkur niður, en lendir harkalega niðri á jörðinni og deyr.

Barþjónninn lítur hatursaugum á þann sem eftir er og segir: „Þú mátt ekki láta svona þegar þú ert fullur, Súperman.“

2883.

13 Ágú

Sjötíu ára maður er yfir sig ástfanginn af tuttugu ára stúlku. En þessi ást er ekki gagnkvæm. Sá gamli ákveður því að gera eitthvað í því. Hann fer í líkamsrækt og lýtaaðgerðir ásamt mörgu öðru. Allt gerir hann til þess að líta út fyrir að vera yngri. Það heppnast svo vel að nokkrum vikum síðar er hann búinn að giftast stúlkunni. En þá gerist óhappið. Strætisvagn ekur á hann og hann deyr. Hann labbar því öskureiður upp að Gabríel erkiengli við Gullna hliðið og segir: „Hvernig gastu gert mér þetta. Ég var loksins búinn að fá það sem ég þráði!“

Gabríel hlær og segir: „Fyrirgefðu, ég bara þekkti þig ekki.“

2859.

19 Júl

Hver er munurinn á lélegum kylfingi og lélegum fallhlífarstökkvara?

Hjá lélegum kylfingi heyrist: KRASS! „Andskotinn!“

Hjá lélegum fallhlífarstökkvara heyrist: „Andskotinn!“ KRASS!

2856.

16 Júl

Járnbrautarlest nálgat brautarstöðina, en skyndilega er eins og lestarstjórinn missi stjórn á henni og lestin fer út af sporinu. Að lokum kemst hún þó á endastöðina og yfirmaður stöðvarinnar spyr lestarstjórann: „Hvað gerðist þarna áðan?“

Lestarstjórinn svarar: „Það var einhver hálfviti að labba á teinunum.“

„Það er alveg bannað.“ Sagði yfirmaðurinn. „Af hverju keyrðirðu ekki bara á hann?“

„Ég reyndi það,“ sagði lestarstjórinn. „En ég varð að fara út af sporinu til að ná honum.“

2855.

15 Júl

Davíð kom skröltandi heim til sín klukkan hálffjögur að nóttu eftir að hafa verið úti á krá með félögum sínum. Hann fór úr skónum til að vekja ekki Katrínu konuna sína.

Hann læddist hljóðlega að stiganum sem lá upp í svefnherbergið, en tók ekki eftir síðustu tröppunni og datt um hana. Sem betur fer náði hann taki á handriðinu en datt beint á rassinn. Við fallið brotnuðu tvær viskýflöskur sem hann geymdi í rassvösunum og sársaukinn minnkaði ekki við glerbrotin.

Hann náði þó að halda aftur af öskrinu. Hann stóð upp, girti buxurnar niður um sig og leit í spegilinn. Í speglinum sá hann að það blæddi úr báðum rasskinnunum. Hann fann sér því fullan kassa af plástrum og reyndi eins og hann gat að hylja sárin með plástrum.

Eftir að hafa næstum því tæmt plástrakassan skjögraði hann inn í svefnherbergi og lagðist í rúmið.

Um morguninn vaknaði hann við sársaukann og Katrín horfði á hann.

„Þú hefur verið á fylleríi eina ferðina enn, er það ekki?“ spurði hún.

„Af hverju spyrðu?“ svaraði Davíð.

„Nú,“ sagði Katrín. „Það gæti verið opna útidyrahurðin. Það gætu verið glerbrotin efst í tröppunum. Það gæti verið slóðin af blóðdropum um allt húsið. Það gætu verið blóðhlaupin augun í þér – en það sem vakti mestu grunsemdirnar hjá mér eru plástrarnir á speglinum.“