Sarpur | Læknar og hjúkrunarfólk RSS feed for this section

2937

14 Jún

90 ára gamall maður var í árlegri læknisskoðun og læknirinn spurði hann hvernig hann hefði það.

„Mér hefur aldrei liðið betur. Nýja konan mín er 18 ára og hún gengur með fyrsta barnið okkar!“

Læknirinn hugsaði um þetta eitt augnablik og sagði svo: „Einu sinni var maður sem var mjög ákafur skotveiðimaður, hann sleppti aldrei neinu veiðitímabili. Dag einn var hann á mikilli hraðferð og hann greip með sér regnhlíf í staðin fyrir riffilinn sinn. Þegar hann var kominn langt inn í skóginn þá gengur hann fram á stóran og grimman skógarbjörn. Hann miðar á hann með regnhlífinni og bang,  björninn dettur niður dauður!“

„Það er óhugsandi,“ sagði gamli maðurinn, „einhver annar hlýtur að hafa skotið hann.“

„Já – það er nú eiginlega það sem ég var að reyna að segja,“ svaraði læknirinn.

Auglýsingar

2935

12 Apr

Eldri kona fór til læknis og kvartaði undan hnignandi kyngetu eigimanns síns.

„Hvað með að prófa Viagra?“ spurði læknirinn?

„Hann myndi aldrei taka í mál að gleypa svoleiðis pillur“, sagði konan.

„Nú, þá laumarðu bara einni pillu í kaffið hans, hann tekur ekkert eftir því og gleypir pilluna án þess að vita af því. Og sannaðu til, árangurinn mun ekki láta á sér standa.“

Læknirinn sagði henni að hafa samband við sig eftir viku til að segja hvernig til hefði tekist og það gerði konan.

„Jæja, hvernig gekk?“ spurði læknirinn.

„Alveg hræðilega!“ sagði konan.

„Nú, hvað gerðist?“

„Eins og þú ráðlagðir mér þá setti ég pillu í kaffið hans og áhrifin voru mjög skyndileg. Hann rauk á fætur, reif mig úr fötunum, fleygði mér upp á borðið og tók mig.“

„Jæja“, sagði læknirinn, „ég heyri ekki betur en þetta hafi bara virkað alveg prýðilega. Hvað var þá svona hræðilegt?“

Þá svaraði konan:
Ég get get aldrei látið sjá mig á uppáhaldskaffihúsinu mínu aftur!“

2913.

19 Sep

Forvitinn ferðamaður var á leiðinni til útlanda í flugvél. Allt í einu þurfti hann að skreppa á klósettið. Hann fer á kamarinn og sest þar niður. Allt í einu tekur hann eftir litlum rauðum takka sem á stendur „A.T.R only for women.“ Ferðamaðurinn forvitni hafði aldrei tekið eftir þessum takka í öðrum flugvélum svo að hann ákvað að prófa og sjá hvað myndi gerast ef hann ýtti á takkann. Og hann ýtir og svo heyrast þessi svakalegu öskur. Tveim dögum seinna vaknar hann á sjúkrahúsi og hann skilur ekkert í því hvað hann er að gera þar og biður um lækni til þess að fá skýringar.

Læknirinn kemur og býður ferðamanninum góðan dagin og spyr hann svo hvort hann muni einhvað eftir því að hafa farið á klósettið um borð í flugvélinni sem hann flaug með. Ferðamaðurinn svaraði því játandi. Næst spurði læknirinn hvort hann hefði séð rauðan takka sem stóð á „A.T.R only for women.“ Hann svaraði því einnig játandi. Því næst spyr læknirinn hvort hann vissi hvað A.T.R þýddi. Því svaraði ferðamaðurinn neitandi og vildi ólmur fá að vita hvað það þýddi. Og læknirinn svaraði um hæl og sagði A.T.R þýðir Automatic Tampax Remover (Sjálfvirkur túrtappalosari).

2912.

18 Sep

Sonurinn: pabbi læknirinn er hér og vill fá að tala við þig.
Pabbinn: ÆÆi,ég get ómögulega talað við hann segðu honum að ég sé veikur!

2905.

11 Sep

80 ára maður fer í sína árlegu læknisskoðun og læknirinn segir: „Þú ert í besta líkamlega ástandi sem nokkur maður á þínum aldri getur verið í“

Gamli maðurinn svarar: „Já, því er að þakka að ég hef lifað trúarlegu lífi alla mína ævi.“

Læknirinn spyr: „Og hvað kemur það málinu við?“

Og gamli félaginn svarar: „Sjáðu til. Ef að ég myndi ekki lifa trúarlegu lífi, þá myndi guð ekki kveikja ljósið á baðherberginu í hvert skipti sem ég fer þangað á nóttunni.“

En lækninum var brugðið og spurði: „Meinarðu að þú farir á klósettið á nóttunni og sjálfur guð kveiki ljósið fyrir þig?“

„Já,“ svarar sá gamli. „Í hvert einasta skipti sem ég fer inn á bað þá kveikir guð ljósið fyrir mig.“

Læknirinn varð alveg orðlaus, en skömmu síðar kemur kona mannsins inn í skoðun. Læknirinn sér sig knúinn til að segja henni að maðurinn hennar sé í mjög góðu líkamlegu ástandi, en er hræddur um að andlegt ástand hans sé ekki eins gott: „Hann sagði mér að guð kveikti ljósið fyrir sig þegar hann færi á klósettið á nóttunni.“

„Aha!!!“ segir konan. „Það er þá hann sem hefur pissað í ísskápinn!“

2886.

18 Ágú

Jónas var nýbúinn að giftast ljósku sem var æst í kynlíf. Ljóskan kemst að því að Jónas er ekkert allt of góður í bólinu, þannig að hún ákveður að fara með hann til læknis til að útskýra vandamálið.

Læknirinn talar við Jónas og segir hvers vænst er af giftum mönnum. En Jónas er nú eitthvað tregur og virðist ekki skilja það sem læknirinn segir. Læknirinn ákveður því að gefa honum smá sýnikennslu ásamt ljóskunni. Eftir að sýnikennslan er búin segir læknirinn:

„Þetta er það sem ég var að meina og þú ættir að gera þetta að minnsta kosti tíu sinnum í mánuði.“

Jónas er nú eitthvað áhugalaus og svarar: „Allt í lagi. Svo lengi sem ég þarf ekki að koma með henni í hvert skipti.“

2876.

6 Ágú

Sjúklingur: Læknir, ég vil verða 120 ára. Hvað á ég að gera til að lifa svo lengi?

Læknir: Það er auðvelt. Komdu ekki nálægt áfengi, konum, sígarettum, ruslfæði og fjárhættuspilum.

Sjúklingur: Verð ég þá 120 ára?

Læknir: Kannski ekki, en ævin virðist allavegana vera mjög lengi að líða.