Sarpur | Glæpir og glæpamenn RSS feed for this section

2907.

13 Sep

Það var aðfangadagskvöld jóla og þjófur var búinn að brjótast inn í hús eitt. Skyndilega heyrir hann rödd sem segir: „Jesús sér þig.“

Þjófurinn lítur í kring um sig en sér engan og hugsar: „Þetta hlýtur að vera ímyndun.“ og heldur því næst áfram að leita að verðmætum. En þá heyrir hann aftur rödd sem segir: „Jesús sér þig.“

Nú reynir þjófurinn að finna eiganda raddarinnar og finnur páfagauk í búri. „Sagðir þú þetta?“ spyr þjófurinn.

„Já“ segir páfagaukurinn „og Jesús sér þig.“

„Hver heldurðu eiginlega að þú sért?“ spyr þjófurinn.

„Ég er Róbert.“ svarar páfagaukurinn.

„Róbert?“ spyr þjófurinn. „Hvaða hálfvita dettur í hug að kalla páfagaukinn sinn Róbert?“

„Sama hálfvitanum og dettur í hug að kalla Rottweiler varðhundinn sinn Jesús.“ svarar páfagaukurinn.

Auglýsingar

2869.

29 Júl

Í þröngu og dimmu húsasundi miðar maður byssu á eldri konu og segir: „Þú átt að gera dálítið fyrir mig.“

Konan stynur af spenningi og segir: „Þú verður þá að flýta þér. Eftir hálftíma kalla ég á hjálp.“

2781.

9 Júl

„Gæti ég fengið að tala við manninn sem braust inn heima hjá mér í gærkvöldi og var handtekinn þegar hann var að koma út?“

„Hvað viltu honum?“

„Mig langar til að spyrja hann hvernig hann komst inn án þess að vekja konuna mína.“

2693.

7 Júl

Hundurinn minn er hræddur við innbrotsþjófa. Ég varð að setja upp þjófabjöllu í hundahúsinu.

2527.

4 Júl

Hafið þið heyrt um lækninn sem gerðist mannræningi? Hann varð að gefast upp á því, af því að enginn gat lesið lausnargjaldskröfurnar.

2283.

29 Jún

„Ræningjar hentu múrsteini í gluggann hjá gullsmiðnum og létu greipar sópa.“

„Og komust þeir undan með fenginn?“

„Nei. Þetta voru Skotar og þeir náðust þegar þeir komu aftur til að sækja múrsteininn.“

2222.

28 Jún

Lögfræðingurinn var að flytja fjálglega og háfleyga varnarræðu fyrir skjólstæðing sinn.

„Andartak, Haraldur,“ greip dómarinn fram í. „Nú skil ég ekki alveg. Þú heldur því fram að skjólstæðingur þinn sé saklaus, en hann hefur þegar játað sekt sína.“

„Það veit ég vel,“ sagði lögfræðingurinn. „En væntanlega dettur hvorki þér né mér í hug að trúa orði af því sem maður með slíkan glæpaferil að baki segir.“