Sarpur | Föt RSS feed for this section

2934.

6 Nóv

Jónas og Magga höfðu verið gift í bráðum 40 ár.

Dag einn keypti Jónas sér ný kúrekastígvél. Hann klæddi sig í þau í búðinni og flýtti sér heim til sín til að sýna Möggu þau.

„Tekurðu eftir einhverju óvenjulegu?“ spurði hann Möggu

Magga horfði á hann og sagði loks: „Nei“.

Jónas fór inn á baðherbergi, klæddi sig úr öllum fötunum nema stígvélunum, kom svo allsnakinn fram í stígvélunum og spurði Möggu: „Tekurðu núna eftir einhverju óvenjulegu?“

Magga virti hann vel fyrir sér og sagði svo: „Hvað er óvenjulegt við þig? Hann lafir á þér í dag eins og hann gerði í gær og ég er viss um að hann á eftir að lafa á morgun líka.“

„Veistu af hverju hann lafir svona?“ spurði Jónas.

„Nei“, sagði Magga.

„Hann lafir svona af því að hann er að dást að nýju stígvélunum mínum“.

„Jónas,“ sagði Magga, „þú hefðir átt að kaupa þér hatt.“

Auglýsingar

2831.

10 Júl

Sigfús: „Læknir, ég veit ekkert hvað er að mér. Þetta gerðist allt í einu núna í morgun, þegar ég var að klæða mig. Ég get ekki rétt úr bakinu og ég get ekki lyft höfðinu. Mér finnst ég vera allur samankýttur!“

Læknirinn: „Finnurðu til einhvers staðar?“

Sigfús: „Nei, ég finn ekkert til. Þetta hlýtur að vera einhvers konar lömun.“

Læknirinn: „Svona, leyfðu mér að líta á þig. Jæja, ég held að það væri til mikilla bóta ef þú hnepptir frá þér, svo að buxnatalan væri ekki lengur föst í þriðja hnappagatinu á skyrtunni þinni.“

2747.

8 Júl

„Það var ekki fallegt sem konan mín gerði. Hún henti fötunum mínum út um gluggann.“

„Nú, það hefur varla skaðað þig mikið.“

„Jæja? Ég var í þeim.“

2727.

8 Júl

Ógiftan mann vantar tölur á skyrtuna sína. Giftan mann vantar skyrtu.

2605.

6 Júl

„Hvað segirðu, eru ekki nema fimm ár síðan við sáumst seinast? Þú hefur elst svo svakalega.“

„Já, veistu, ég hefði aldrei þekkt þig sjálfa, en ég man eftir kápunni.“

2604.

6 Júl

Tinna: „Smart kjóll sem þú ert í.“

Telma: „Já, ég keypti hann fyrir tvítugsafmælið mitt.“

Tinna: „Sá ætlar að endast vel.“

2556.

5 Júl

þvottahúsið sem ég skipti núna við týnir aldrei tölum af skyrtunum mínum. Ermum, já. En aldrei tölum.