Sarpur | Búðir og búðarferðir RSS feed for this section

2933.

22 Maí

Íslenskur karlmaður giftist rússneskri konu. Þau bjuggu í Reykjavík, sambúð þeirra var góð, en á fyrstu dögunum lenti konan í nokkrum tungumálaerfiðleikum.

Dag einn fór hún út í búð til að kaupa kjúklingavængi. Hún reyndi að gera sig skiljanlega með því að gagga eins og kjúklingur og hreyfa hendurnar eins og vængi. Það tókst og afgreiðslumaðurinn lét hana fá kjúklingavængi.

Nokkrum dögum síðar fór konan aftur út í búð, nú til þess að kaupa kjúklingabringur. Hún reyndi að gera sig skiljanlega með því að gagga eins og kjúklingur. Svo hneppti hún peysunni frá sér og sýndi afgreiðslumanninum bringuna á sér. Það tókst og afgreiðslumaðurinn lét hana fá kjúklingabringur.

Í næsta sinn sem konan fór í búðina ætlaði hún að kaupa pylsur. Henni datt enginn látbragðsleikur í hug, þannig að hún tók manninn sinn með sér.

Og hvað heldurðu að hafi gerst næst?

Maðurinn hennar talaði íslensku!

Auglýsingar

2918.

19 Apr

Nemandi úr Samvinnuskólanum á Bifröst sótti um vinnu sem afgreiðslumaður í Kaupfélagi úti á landi. Þetta var svona alvöru kaupfélag þar sem hægt var að fá allt milli himins og jarðar. Kaupfélagsstjóranum leist vel á manninn þótt hann væri ungur og óreyndur og ákvað að taka hann til reynslu.

Hann sagði manninum að mæta morguninn eftir og síðan myndi hann koma um kvöldið og athuga hvernig hefði gengið. Kvöldið eftir spurði hann unga manninn hvað hafði hann afgreitt marga viðskiptavini þennan fyrsta dag.

„Bara einn,“ sagði drengurinn.

Þetta fannst kaupfélagsstjóranum ekki mikið en spurði hvað hann hefði selt fyrir mikið.

„Fimm milljónir eitthundrað níutíu og þrjúþúsund“ sagði afgreiðslumaðurinn við kaupfélagsstjórann.

„Hvað seldirðu honum eiginlega“, spurði kaupfélagsstjórinn hissa?

„Jú, sjáðu til“ sagði drengurinn, „fyrst seldi ég honum lítinn öngul, síðan seldi ég honum miðlungsstóran öngul, þá stóran öngul, svo veiðistöng og síðan spurði ég hann hvar hann ætlaði að veiða. Hann sagðist ætla að veiða í vatninu og þá sagði ég honum að hann þyrfti bát og seldi honum plastbát með 40 hestafla utanborðsmótor. Þá sagði maðurinn að hann gæti aldrei flutt bátinn á Daihatsuinum sínum svo ég fór með hann í véladeildina og seldi honum nýjan Landróver.“

Nú var andlitið hálfdottið af kaupfélagsstjóranum og hann sagði:

„Maðurinn kemur hér inn til að kaupa einn lítinn öngul og þú selur honum bæði bát og bíl!!“

„Nei, nei,“ sagði strákurinn. „Hann kom hingað til að kaupa dömubindi handa konunni sinni og ég sagði við hann að fyrst að helgin væri hvort eð er ónýt hjá honum væri eins gott fyrir hann að fara að veiða!“

2515.

4 Júl

Gunna: „Gæti ég fengið að máta þennan kjól þarna í glugganum?“

Afgreiðslukonan: „Því miður, þú verður að nota mátunarklefann eins og allir aðrir.“

2474.

3 Júl

Feit kona kemur askvaðandi inn í tískubúð og segir:

„Ég vildi gjarna sjá kjóla sem mundu passa á mig.“

„Já,“ sagði afgreiðslukonan, „það vildi ég líka.“

2339.

30 Jún

„Þessi kjóll er of síður, áttu engan styttri?“

„Reyndu uppi í beltadeildinni.“

2226.

28 Jún

„Ég ætla að fá að líta á minkapelsa.“

„Er það fyrir konuna þína, eða viltu sjá dýrari gerðimar?“

1510.

14 Jún

„Hvar á maður að kvarta yfir þjónustu kvörtunardeildarinnar?“