Sarpur | Austantjalds hér áður fyrr RSS feed for this section

2128.

26 Jún

Skrifstofustjóra hjá KGB var farið að leiðast brakið í trégólfunum á skrifstofunni í Moskvu. Hann kallaði starfsmenn sína saman og sagði: „Ég kem klukkutíma seinna en venjulega í fyrramálið, og ég ætlast til að þá séuð þið búnir að gera við gólfið.“

Þegar hann mætti á skrifstofuna daginn eftir, voru starfsmennimir að hamast við að berja nagla í gólfið – en sneru hausunum niður.

„Bölvaðir asnar eruð þið!“ hrópaði hann. „Þið verðið aldrei góðir leynilögreglumenn. Það þýðir ekkert að kaupa loftnagla til að negla í gólf!“

Auglýsingar

2098.

25 Jún

Hverjir eru fjórir helstu gallarnir á sovéskum landbúnaði?

Sumar, vetur, vor og haust.

2066.

25 Jún

Sovéskur kommissar heimsækir kartöflubú og spyr bóndann hvernig gangi. Hann svarar að uppskeran sé svo ríkuleg að staflinn næði upp til guðs, ef kartöflunum væri staflað hverri ofan á aðra.

„Væni minn, hér í Sovétríkjunum höfum við engan guð,“ segir kommissarinn.

„Það er nefnilega það,“ segir bóndinn. „Og hér á búinu höfum við heldur engar kartöflur.“

2034.

24 Jún

Bandaríkjamaður útskýrir fyrir Rússa hvað allt sé frjálst í Ameríku:

„Ég get staðið fyrir framan Hvíta húsið og sagt Reagan að fara til fjandans.“

Sovétmaðurinn bætir um betur: „Það er nú ekkert. Ég get líka staðið fyrir utan Kreml og hrópað: „Fari Reagan fjandans til.“

2002.

24 Jún

Rússi ætlar að kaupa sér bíl, fer til ríkisumboðsins fyrir bíla og leggur peningana á borðið. Honum er sagt að hann fái bílinn afgreiddan eftir nákvæmlega tíu ár.

„Fyrir eða eftir hádegi?“ spyr bíleigandinn væntanlegi.

„Heyrðu, hvaða máli skiptir það, eftir tíu ár?“ svarar afgreiðslumaðurinn.

„Tja,“ segir bílkaupandinn, „pípulagningamaðurinn ætlar að koma fyrir hádegi.“

1969.

23 Jún

Maó, Brésnéf og Dúbsjék voru í flugferð. Flugfreyja tilkynnti:

„Góðir farþegar, það gleður okkur að geta tilkynnt að Jesús Kristur er með okkur. Hann mun ganga um og veita hverjum farþega eina ósk.“

Kristur kemur inn og gengur til Maós.

„Hvers óskarðu þér?“ spyr Kristur.

„Að allir rússneskir endurskoðunarsinnar hverfi burt úr jarðríki,“ sagði Maó.

„Ágætt,“ svaraði Jesús og sneri sér að Brésnéf.

„Hver er þín ósk?“ spurði Jesús.

„Að allir kínverskir klofningssinnar séu úr sögunni,“ sagði Brésnéf.

„Þá það,“ sagði Jesús og fór til Dúbsjéks.

„Jæja, hvers óskar þú?“ spurði hann.

„Félagi Jesús,“ sagði Dúbsjék, „ætlarðu virkilega að uppfylla óskir þeirra?“

„Auðvitað“ svaraði Jesús, „ég er almáttugur.“

„Jahá…,“ sagði Dúbsjék, „þá ætla ég bara að fá einn bolla af kaffi.“

1936.

22 Jún

Flokksnefnd gerir skyndikönnun á stöðu ungversks landbúnaðar. Meðal annars fer nefndin í heimsókn á samyrkjubú og ræðir við verkstjórann:

„Hvernig hefur uppskeran verið í ár?“

„Í meðallagi.“

„Hvað áttu við?“

„Dálítið verri en í fyrra og betri en á næsta ári.“