Sarpur | Auglýsingar RSS feed for this section

2906.

12 Sep

Dag einn var bankað á hurðina á skrifstofu páfans. Inn kom auglýsingastjóri sem vildi gera samning við páfann. Hann settist og kynnti sig: „Ég er frá Kentucky fried chicken. Við viljum fá þig til að gera auglýsingu fyrir okkur. Allt sem þú þarft að segja er að fá kirkjuna til að breyta línunni í faðirvorinu úr Gef oss í dag vort daglegt brauð í Gef oss í dag vorn daglega kjúkling.“

Páfinn svaraði: „Því miður, þá get ég ekki gert þetta.“

Sölumaðurinn fór vonsvikinn í burtu, en birtist aftur einni viku síðar í sama tilgangi og nú með fjórar milljónir til að gefa páfanum. Aftur neitaði páfinn. Sölumaðurinn kom aftur viku síðar, en nú með tíu milljónir króna. Nú svaraði páfinn: „Leyfðu mér að hugsa þetta í smá tíma.“

Páfinn kallaði nú klerka og biskupa á fund til sín og sagði: „Jæja, herrar mínir. Ég er með góðar fréttir og slæmar fréttir. Góðu fréttirnar eru þær að Kentucky fried chichen hefur fengið okkur til að breyta einni línu í faðirvorinu í Gef oss í dag vorn daglega kjúkling. Slæmu fréttirnar eru þær að við erum búnir að missa samninginn við bakarasamtökin.“

Auglýsingar

2862.

22 Júl

AUGLÝSINGAR FRÁ ALMANNAÞJÓNUSTU VÍÐS VEGAR UM HEIMINN:

Bandaríkin: Klukkan er tíu. Veistu hvar börnin þín eru?


Ítalía: Klukkan er tíu. Veistu hvar maðurinn þinn er?


Frakkland: Klukkan er tíu. Veistu hvar konan þín er?


Pólland: Klukkan er tíu. Veistu hvað klukkan er?

1328.

10 Jún

Kona í síma: „Ég ætla að setja auglýsingu í blaðið á morgun.“

Starfsmaður á auglýsingadeild: „Er það í smáauglýsingarnar?“

Konan: „Nei, alls ekki! Ég þarf að selja fíl.“

809.

31 Maí

„Við tökum smáhlé til að spila eitt lag og svo snúum við okkur aftur að auglýsingunum.“

508.

25 Maí

Ég er búinn að komast að því að náungarnir sem semja auglýsingarnar fyrir bankana eru ekki þeir sömu og veita lánin.

386.

22 Maí

Það er komin ný sápa á markaðinn. Hún hreinsar ekki og hún freyðir ekki. Hún er bara félagsskapur í baðinu.

136.

15 Maí

Í nýju verslunarmiðstöðinni voru þrjár karlmannafataverslanir hlið við hlið og það vildi svo einkennilega til að allir eigendurnir hétu Sævar.

Sá fyrsti setti upp skilti fyrir ofan búðardyrnar og á því stóð: „Sævar – úrvals herrafatnaður.“

Annar setti upp skilti sem á stóð: „Sævar – aðeins það besta.“

Sá þriðji setti upp minna skilti við búðardyrnar hjá sér, og á því stóð: „Sævar – aðalinngangur.“